Nýtt starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð var auglýst laust til umsóknar á dögunum.
Fjallað um Borgarbyggð
Nýverið fjallaði útvarpsstöðin K100 um áhugaverða áfangastaði í Borgarbyggð.
186. fundur sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 186 FUNDARBOÐ 186. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. ágúst 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1908031 – Málefni Menntaskóla Borgarfjarðar Rætt um málefni Menntaskóla Borgarfjarðar 02.08.2019 Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri.
Samtímalist – fyrirlestur í Safnahúsi
Næstkomandi fimmtudag, 8. ágúst flytur Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrirlestur í Safnahúsinu. Efni hans er samtímalist og heiti erindisins er Hvað er samtímalist og hvers vegna er svona erfitt að skilja hana? Fyrirlesturinn hefst kl. 19.30 og er upptaktur að Plan-B Art Festival sem fer fram dagana 9. -11. ágúst í Borgarnesi. Er einkar ánægjulegt …
Frístundastyrkur fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð
Borgarbyggð styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta á t.d. …
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir.
Útboð Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir. Verkkaupar eru Borgarbyggð, Veitur ohf, Míla ehf og Gagnaveita Reykjavíkur. Um er að ræða gatnagerð fyrir íbúðasvæði í Bjargslandi sem staðsett er austan Vesturlandsvegar og norðar Hrafnakletts í Borgarnesi. Helstu verkþættir eru gatnagerð og veitukerfi. Helstu magntölur eru: Fylling …
Verjum verslunarmannahelginni saman
Bæjarhátíðir eru árlegur viðburður á mörgum stöðum. Litlir sem stórir bæir víðs vegar um landið lifna við og taka stakkaskiptum. Hús, garðar og götur eru skreytt og mikil stemning myndast. Íbúar kappkosta að sýna gestum það besta sem bærinn þeirra hefur upp á að bjóða og gera hátíðina í ár betri en í fyrra. Eftirvænting og tilhlökkun ríkir oft í …
Fjárréttir haustið 2019
Dagsetningar allra fjárrétta í Borgarbyggð
Saman í Sumar
Samvera skapar góð tengsl
Fjárréttir 2019
Nú liggja fyrir dagsetningar allra fjárrétta í Borgarbyggð haustið 2019. Sjá má upplýsingar um málið hér.









