Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl standa Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar fyrir tónleikum þar sem nemendur skólans flytja eigin tónsmíðar við ljóð Böðvars Guðmundssonar. Um 25 lög verða frumflutt og verður Böðvar viðstaddur tónleikana sem hefjast kl. 15.00 og eru í Safnahúsi. Þetta er í sjöunda sinn sem Safnahúsið og Tónlistarskólinn standa saman að slíku verkefni sem ber vinnuheitið …
Nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból
Framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból eru nú í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Óskar Borgarbyggð eftir tilboðum vegna byggingaframkvæmda við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, Um er að ræða nýbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum um 540 m2 að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans og grunnskólans. Mun húsnæði leikskólans verða hluti af húsnæði …
Sumarfjör – frá UMSB
Við erum að leita eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að koma inn í sumar og vera með skemmtileg og fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og 10-13 ára. Tími dags og fjöldi daga er eftir samkomulagi en hvert námskeið er hámark 10 klst. Námskeiðin fyrir 6-9 ára fara fram í Borgarnesi og á Hvanneyri en fyrir 10-13 ára …
Aldan – starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu
Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði …
Verndaráætlun fyrir Andakíl og opnun gestastofu
Vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hið einstaka búsvæði fugla í Andakíl er nú lokið. Áætlunin verður formlega undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra á Hvanneyri síðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. apríl kl. 18:00 í nýrri gestastofu í Halldórsfjósi. Allir hjartanlega velkomnir. Svæðið var friðlýst sem búsvæði fugla árið 2011 og árið 2013 var það skráð á lista Ramsar-samningsins yfir …
Sorphirða um páskana
Vegna páskahelgarinnar breytist sorphirða lítillega. Sorp verður hirt í þéttbýliskjörnum á laugardegi fyrir páska, í stað þriðjudags eftir páska eins og sorphirðudagatal segir til um. Endurvinnslutunnan verður sótt samkvæmt sorphirðudagatali. Móttökustöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Laugardaginn 20. apríl er opið milli kl. 10:00 og 14:00. Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar
Ungmennaráð Borgarbyggðar fundar með sveitarstjórn
Fulltrúar í ungmennaráði Borgarbyggðar, Elinóra Ýr, Elín Björk, Emma Sól, Kristján Bjarni og Elías Andri voru gestir sveitarstjórnarfundar þann 11. apríl sl. Bauð forseti sveitarstjórnar þau velkomin til fundar og komu þau á framfæri í ræðum sínum sjónarmiðum varðandi ýmsa þætti sem snerta málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Má þar helst nefna lengri opnun félagsmiðstöðvarinnar Óðal, lengri opnun um helgar …
Sumarstörf hjá Borgarbyggð – 2019
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2019 Leiðbeinendur Sumarfjörs Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn Leiðbeina börnum í leik Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Í Borgarnesi Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hafa náð 20 ára aldri Áhugi á …
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi
Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Umsækjandi þarf helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. …
Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal
Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 22 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf 1. júní og deildarstjóra sem getur hafið störf 8. ágúst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Deildarstjóri vinnur að uppeldi …