Laust starf húsvarðar við Grunnskólann í Borgarnesi

október 1, 2019
Featured image for “Laust starf húsvarðar við Grunnskólann í Borgarnesi”

Starf húsvarðar í Grunnskólanum í Borgarnesi er laust til umsóknar. Um er að ræða 60% fram til áramóta en þá verður starfið 100%. Húsvörður sér um daglegt viðhald á húsnæði og búnaði og hefur eftirlit með öryggis- og eftirlitsbúnaði. Megin áhersla er lögð á heilsusamlegt og öruggt umhverfi. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Vinnutími er eftir samkomulagi við stjórnendur.

Helstu verkefni:

  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
  • Hefur umsjón með viðhaldi á húsnæði og búnaði skólans.
  • Gerir áætlun um endurnýjun og viðhald á búnaði í samráði við skólastjóra.
  • Hefur umsjón með öryggis- og eftirlitsbúnaði.
  • Sér um minniháttar viðgerðir á húsnæði og búnaði eftir því sem til fellur.
  • Verkstjórn með ræstingu
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri eða aðrir stjórnendur skólans fela honum.

Hæfniskröfur:

  • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Iðnmenntun æskileg

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til 14. október 2019.  Nánari upplýsingar um t.d. starfslýsingu veitir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 433 7400 og skulu umsóknir sendar á julia@grunnborg.is

 

 


Share: