Tilkynning vegna frágangs í grænu tunnuna

október 2, 2019
Featured image for “Tilkynning vegna frágangs í grænu tunnuna”

Úrgangsflokkun sorphirðu heimila í sveitarfélaginu byggir á tveggja tunnu flokkunarkerfi. Í grænu tunnuna á að fara úrgangur sem hægt er að endurvinna og er því frekar hráefni fremur er úrgangur. Innihald grænu tunnunnar fer í nánari flokkun  á færiband þar sem  starfsfólk Íslenska Gámafélagsins sér um að flokka í mismunandi flokka.

Það er einfalt að flokka í grænu tunnuna og rétt er að vekja athygli á nokkrum þáttum:

  • Það má setja pappa, pappír, allar plastumbúðir og málma beint í tunnuna.  Það er ekki lengur þörf á að setja hvern úrgangsflokk í glæran plastpoka. Til þess að plássið í tunnunni nýtist sem best er gott ráð að minnka umfang sem mest, það er til dæmis gert með því að brjóta saman fernur og setja í eina fernu, stafla skyrdósunum saman og svo framvegis. Smáhluti, það er að segja plasttappa af brúsum og fernum er gott að setja í glæran plastpoka.
  • Það er nauðsynlegt að skola matarleifar úr öllum umbúðum en ekki er nauðsynlegt að þurrka. Þegar græna tunnan er full er gott ráð að reyna að þjappa, raða betur, skreppa með endurvinnsluefnið á gámastöðina í Borgarnesi eða á stærri grenndarstöðvar þar sem eru endurvinnsluílát.

Á heimasíðunni er að finna handbók um flokkun og einfaldar flokkunartöflu á íslensku, ensku og pólsku.

Það er ágætt að prenta út flokkunartöfluna og hafa við höndina meðan verið er að tileinka sér bestu vinnubrögðin.

Handbók um flokkun


Share: