Brunavarnaræfing við Borgarbraut 57

október 4, 2019
Featured image for “Brunavarnaræfing við Borgarbraut 57”

Körfubílshópur Slökkviliðs Borgarbyggðar var með sína fyrstu æfingu við fjölbýlishúsið Borgarbraut 57 í Borgarnesi þann 1. október s.l., á alþjóðlegum degi aldraða. Eins og flestir eflaust vita er húsið ætlað íbúum sextíu ára og eldri. 

Lengd kranans þegar hann er full útdreginn eru 32 metrar og nær hann þá ríflega sex metra upp fyrir efstu brún á sjöundu hæð hússins. Á æfingunni voru tveir einstaklingar teknir í körfu bílsins af svölum á fjórðu hæð og fluttir til jarðar og gekk það eins og í sögu.

Ekki var annað að heyra á íbúum hússins en að þeir væru hæstánægðir með framtakið og að þessi æfing veitti þeim öryggiskennd. 

Slökkvilið Borgarbyggðar þakkar fyrir gott samstarf allra þeirra sem komu að æfingunni.


Share: