Fyrirkomulag á skólahaldi og frístund vikuna eftir páska

Nú er ljóst að búið er að framlengja samkomubanni til 4. maí og hefur það áhrif á fyrirkomulag skólahalds og frístundar eftir páska. Forgangslisti Almannavarna vegna neyðarstigs er í gildi og hefur verðið unnið að skipulagi skólastarfs samkvæmt honum.

Þórdís Sif tekur til starfa

Kæru íbúar,
Eftir rúmlega viku í starfi er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til starfsfólks Borgarbyggðar sem gerir þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að starfsemi sveitarfélagsins haldist óskert svo lengi sem kostur er. Þakklæti til fyrirtækja á svæðinu sem aðlaga sig að breyttu umhverfi og bjóða upp á verslun á netinu og heimsendingu og síðast en ekki síst þakklæti til íbúa sem taka ástandinu af stóískri ró, skilningi og samstarfsvilja.

Leiðtogadagur í Klettaborg

Samkvæmt skóladagatali leikskólans átti að vera Leiðtogadagur í Klettaborg á föstudaginn 3. apríl en leikskólinn starfar m.a. eftir hugmyndafræðinni „Leiðtoginn í Mér/The Leader in Me“.

Frestun á gjalddögum fasteignagjalda fyrirtækja

Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. Þar var meðal annars samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.