Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf

maí 6, 2020
Featured image for “Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf”

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða ýmis störf á söfnunum, s.s. sýningarvörslu, leiðsögn, afgreiðslu, flokkun gagna, skráningar, þrif og fleira. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa góða tölvukunnáttu, vera samviskusamur og hafa vandaða framkomu ásamt ríkri þjónustulund. Mikilvægt er einnig að eiga auðvelt með samskipti og geta veitt sýningaleiðsögn bæði á ensku og íslensku.  Önnur tungumál og almennur áhugi á bókmenntum og sögu er kostur.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir óskast sendar á gudrunj@borgarbyggd.is fyrir 14. maí 2020

Með umsókn þarf að fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.


Share: