Til upplýsingar fyrir íbúa við Kveldúlfgötu vegna gatnagerðarframkvæmda.

Vegna þess að verklok framkvæmda við Kveldúlfsgötu hafa dregist miklu lengur en áætlað var í upphafi þykir rétt að gera íbúum við götuna grein fyrir stöðu gatnagerðarframkvæmda við hana. Hér verður því farið yfir þróun verksins og hvernig staða þess er nú. Þann 6. ágúst 2015 undirrituðu Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur – Veitur ohf., Míla ehf., Rarik ohf. og Gagnaveita Reykjavíkur …

Framkvæmdir við Kveldúlfsgötu

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí 2016 að gera viðbótarsamning  við Borgarverk ehf um jarðvegsskipti og malbikun Kveldúlfsgötu.  Í framhaldi af þessari ákvörðun Byggðaráðs er OR – Veitur ohf að meta hvort fyrirtækið láti setja nýjar regnvatnslagnir í götuna.  Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort farið verður í þessa tvöföldun fráveitukerfisins í Kveldúlfsgötu en stefnt að …

Framkvæmdir við Brákarey vegna fráveitu

Frá Veitum ohf Hjá Veitum vinnum við nú að lagningu sjólagna við Brákarey. Áætlað er að framkvæmdin sem hófst 21.mars standi til hausts 2016. Óhjákvæmilega fylgir henni rask og biðjum við ykkur íbúa að sýna því skilning. Lögnin verður lögð frá Brákarey út í fjörðinn að dælubrunni við Bjarnarbraut. Sjólögnin er plastlögn 450 mm og 500 mm með steinsteyptum sökkum …

Kveldúlfsgata – framhald framkvæmda

Eftir páska hefjast á ný framkvæmdir við endurgerð lagna og gönguleiða á Kveldúlfsgötu. Verktaki er Borgarverk ehf. og eftirlitsmaður með framkvæmdinni er Bergsteinn H. Metúsalemsson hjá Mannvit.    

Framkvæmdir við Lyngbrekku

Nú eru framkvæmdir í fullum gangi við að klæða félagsheimilið Lyngbrekku að utan með múrkerfi. Þeir verktakar sem komið hafa að verkinu eru S.Ó. húsbyggingar, E.J.I.,Múrsmíði og Ó.G. flísalagnir. Ef tíðarfar verður hagstætt áfram, er farið að hylla undir verklok í þessum áfanga.