Á tímabilinu október – desember mun verða unnið á vegum Veitna ohf að endurnýjun vatns- og fráveitu, ásamt lagningu ljósleiðara í Skúlagötu, frá Helgugötu að Egilsgötu. Nauðsynlegt er að dýpka núverandi fráveitulögn og tengja ótengdar fráveituheimæðar við kerfið. Malbikun og lokafrágangur getur dregist fram á vor 2018 þar sem ekki er hægt að treysta á að það sé gerlegt þegar komið er svo langt fram í vetur. Ef skilyrði leyfa verður malbikað í kjölfar lagnavinnu í desember. Framkvæmdum sem þessum fylgir óhjákvæmilega ónæði og er beðist velvirðingar á því. Verkefnisstjóri Veitna ohf vegna þessarar framkvæmdar er Benedikt Þór Jakobsson, verktaki er Borgarverk ehf. Umsjónarmaður verksins og tengiliður er Bergsteinn Metúsalemsson, bergsteinn@mannvit.is, sími 422-3000. Húseigendum er bent á að snúa sér til umsjónarmanns verksins með fyrirspurnir sem varða framkvæmdina og mál sem upp geta komið á verktímanum.