Fundur um ráðstöfun dýraleifa

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k.  Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00. Frummælendur á fundinum verða: Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice    Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands    Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennsluAllir velkomnir Til að fá fundarboð á Teams …

Öll velkomin að renna í Dalhallanum

Kæru íbúar Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að …

Úrvinnslusjóður – Sérstök söfnun sveitarfélaganna

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna. Hér er …

Skipulags- og umhverfissvið auglýsir lausar lóðir í Borgarbyggð

Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum …

Glíman við hálkuna

Síðustu daga hafa starfsmenn áhaldahúss Borgarbyggðar unnið að hálkuvörnum í þéttbýli. Fyrst og fremst er notast við salt. Það hefur gert yfirborð stamt og flýtir nú fyrir bráðnun. Bröttustu brekkur í þéttbýli voru saltaðar enn frekar í gær, sunnudag. Hálkuvörnum í dreifbýli er sinnt af Vegagerðinni. Samstarf er við Borgarbyggð þannig að sveitarfélagið kemur ábendingum og beiðnum á framfæri við …

Hálka og hálkuvarnir

Mikil hálka er á götum og gangstéttum um nær allt sveitarfélag og reyndar um allt suðvestanvert landið. Starfsfólk áhaldahúss og verktakar á vegum Borgarbyggðar hafa síðustu daga unnið að hálkuvörnum. Vonandi hefur nú tekist að saltverja helstu leiðir í þéttbýli. Þá vinnur sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina að hálkuvörnum víða í dreifbýli skv. svokölluðu helmingaaksturs-fyrirkomulagi. Veghefill frá Vegagerðinni hefur verið …

Hálka í Borgarbyggð

Um allt sveitarfélagið er mikil hálka. Vegagerðin vinnur hörðum höndum við að hálkuverja sveitarfélagið en það mun taka tíma. Íbúar eru beðnir um að sýna því þolinmæði.

Jól á Borgarfjarðarbrú

Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu  þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól. Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson

Tilkynning frá Rarik

Fyrirhuguðum aðgerðum að Túngötu Hvanneyri er frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Góð fjárhagsstaða og fjárfest í mannvirkjum og þjónustu – Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2024 afgreidd frá sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 230 m.kr. af A-hluta. Áætlunin var afgreidd frá sveitarstjórn 14. desember 2023 ásamt áætlun um fjárheimildir 2025 – 2027. Áfram er gert ráð fyrir kraftmiklum vexti tekna sem aðallega er drifinn af hækkun útsvarstekna. Íbúum í Borgarbyggð hefur fjölgað um 6% á árinu 2023 og atvinnulíf hefur verið kraftmikið. …