Grenndarstöð við móttökustöðina á Sólbakka 12

Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið. Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka: Plast umbúðir Textíl Glerumbúðir Málmumbúðir Pappi-pappír Bylgjupappír Almennt sorp Kaffihylki Lítil raftæki Rafhlöður og einnota rafrettur Fyrirtæki og íbúar …

Götusópun

Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar 8., 9. og  13. maí og í framhaldinu verða götur á Hvanneyri sópaðar. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Hreinsunarátak í þéttbýli

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: • Bifröst • Varmaland • Hvanneyri – BÚT-hús. • Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF, í síma 840-5847. Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á …

Íbúafundur um sorpmál

Fimmtudaginn 21. mars kl 20 í Logalandi verður boðað til fundar um sorpmál í sveitarfélaginu. Til fundarins mæta fulltrúar sveitarstjórnar, fulltrúar umhverfis- og landbúnaðarnefndar, starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Stefán Gíslason mun halda erindi og að því loknu verður opnað fyrir spurningar.

Tæming sorpíláta – Tilkynning

Á næstu vikum mun Íslenska gámafélagið ekki tæma og setja í kjölfarið miða á þau sorpílát sem eru ekki með rétt flokkuðum úrgangi, yfirfull ílát, fullt upp í rennu og spilliefni/lyf/annar hættulegur úrgangur í ílátum. Íbúar munu sjálfir þurfa að koma þá þessum úrgangi sínum til móttökustöðvar að Sólbakka 12.  

Útboð vegna söfnunar dýraleifa í Borgarbyggð

Consensa fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í söfnun dýraleifa innan sveitarfélagsins samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða söfnun og flutning dýraleifa frá aðilum sem halda búfénað í Borgarbyggð til meðhöndlunar á þann stað sem sveitarfélagið ákveður. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni: https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=10228&GoTo=Tender Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef …

Fundur um ráðstöfun dýraleifa

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k.  Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00. Frummælendur á fundinum verða: Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice    Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands    Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennsluAllir velkomnir Til að fá fundarboð á Teams …

Öll velkomin að renna í Dalhallanum

Kæru íbúar Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að …