Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.   Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.   Vettvangsskoðun …

Framkvæmdir við Vallarás

Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.   Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.   Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …

Seinkun á söfnun rúlluplasts

Vegna bilana á bílum hjá Íslenska gámafélaginu verður seinkun á hirðingu á rúlluplasti. Vonast er til að komist verði í söfnun um helgina.

Brúin farin yfir Ferjukotssíki á vegi nr. 510

Vakin er athygli íbúa á því að brúin yfir Ferjukotssíki er farin og verður því lokað um þá leið í óákveðinn tíma. Bent er á að hafa beint samband við Vegagerðina vegna fyrirspurna.

Söfnun dýraleifa – Frágangur dýraleifa í frosti

Ábúendur sem óska eftir söfnun dýraleifa eru vinsamlegast beðnir um að setja dýraleifarnar ekki í kör þegar er mikið frost, sökum þess að það frýs í kerjunum og erfitt að ná þá leifunum úr þeim.

Nýtt inn á kortasjá sveitarfélagsins – Snjómokstur

Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins. Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“ Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið  …

Úrgangsþjónusta fyrir Borgarbyggð Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af eftirfarandi þjónustuþáttum: Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir Söfnun úrgangs úr ílátum og gámum sem staðsettir eru á grenndarstöðvum Rekstur söfnunarstöðvar Leiga á gámum Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs …

Hunda- og kattahreinsun 2024

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir:   25. nóv í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl. 16:30 19:00. Fyrir ketti kl. 19:30 – 20:30. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   26. nóv Hvanneyri í „gamla BÚT-húsinu“ kl. 16:30 – 19:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   27. nóv Bifröst í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   …