Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …
Seinkun á söfnun rúlluplasts
Vegna bilana á bílum hjá Íslenska gámafélaginu verður seinkun á hirðingu á rúlluplasti. Vonast er til að komist verði í söfnun um helgina.
Brúin farin yfir Ferjukotssíki á vegi nr. 510
Vakin er athygli íbúa á því að brúin yfir Ferjukotssíki er farin og verður því lokað um þá leið í óákveðinn tíma. Bent er á að hafa beint samband við Vegagerðina vegna fyrirspurna.
Söfnun dýraleifa – Frágangur dýraleifa í frosti
Ábúendur sem óska eftir söfnun dýraleifa eru vinsamlegast beðnir um að setja dýraleifarnar ekki í kör þegar er mikið frost, sökum þess að það frýs í kerjunum og erfitt að ná þá leifunum úr þeim.
Mokstur gatna og gangstétta á Þorsteinsgötu og Kjartansgötu
Íbúar Þorsteinsgötu og Kjartansgötu eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum þar sem má leggja og þannig að hægt sé að moka greiðlega götur og gangstéttar.
Opnunartími yfir hátíðarnar á móttökustöðinni fyrir úrgang að Sólbakka 12
24., 25., 26. desember er lokað 31. desember lokað 1. janúar lokað Venjuleg opnun aðra daga.
Nýtt inn á kortasjá sveitarfélagsins – Snjómokstur
Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins. Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“ Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið …
Úrgangsþjónusta fyrir Borgarbyggð Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af eftirfarandi þjónustuþáttum: Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir Söfnun úrgangs úr ílátum og gámum sem staðsettir eru á grenndarstöðvum Rekstur söfnunarstöðvar Leiga á gámum Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs …
Hunda- og kattahreinsun 2024
Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir: 25. nóv í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl. 16:30 19:00. Fyrir ketti kl. 19:30 – 20:30. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir 26. nóv Hvanneyri í „gamla BÚT-húsinu“ kl. 16:30 – 19:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir 27. nóv Bifröst í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar
Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 5. nóvember 2024 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð. Nýjum flokki var bætt við í ár sem ber titilinn „Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi“. Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar. Eftirfarandi aðilar …