Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna í Borgarbyggð stofnað

Í gær var skrifað undir viljayfirlýsingu milli ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst um að hjá háskólunum tveimur byggðist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.

Einkunnadagurinn 2021

Fólkvangurinn Einkunnir er útivistarparadís sem íbúar Borgarbyggðar, sem og gestir í héraði, nýta sér í vaxandi mæli. Einkunnir fá víðast hvar góða einkunn en lengi má gott bæta.
Fólkvangurinn í Einkunnum hefur ekki úr miklum fjármunum að spila til framkvæmda og viðhalds en hinsvegar hafa margir lýst yfir vilja til að leggja fram hjálparhönd til að fegra enn frekar þennan fagra reit og bæta aðstöðuna. Upp úr því spratt sú hugmynd að efna til Einkunnadags þar sem vinnufúsar hendur kæmu saman og gerðu það sem gera þarf, eða allavega brot af því!