Laust starf forstöðumanns í frístund á Hvanneyri

ágúst 18, 2021
Featured image for “Laust starf forstöðumanns í frístund á Hvanneyri”

Borgarbyggð óskar eftir einstakling í spennandi starf í Frístund á Hvanneyri.

Um er að ræða 60% starf, unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi.

Helstu verkefni

Daglegur rekstur, skipulagning og umsjón með frístundarstarfi fyrir 1.-4.bekk á Hvanneyri.

Utanumhald yfir skráningar og samskipti við foreldra og aðra sem koma að frístundarstarfinu.

Skipulag og utanumhald með sumarfjöri sem er leikjanámskeið fyrir börn í 1.-4 bekk.

Menntun og hæfniskröfur

Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldis, félags- eða tómstundamála er kostur. Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum. Frumkvæði, skipulagshæfileikar, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi á netfanginu siggadora@umsb.is

 


Share: