Hjólreiðamót í uppsveitum Borgarfjarðar

ágúst 12, 2021
Featured image for “Hjólreiðamót í uppsveitum Borgarfjarðar”

Næstkomandi sunnudag 15. ágúst heldur Hjólreiðadeild Breiðabliks hjólreiðamótið Grefillinn sem hefst og endar í Brautartungu í Lundarreykjadal.

 

35 keppendur fara 174km leið sem liggur upp Uxahryggi, um Kaldadal, Húsafell, Reykholtsdal, Flókadal, Hestháls, inn Skorradal að norðanverðu, upp línuveginn og niður Uxahryggi í Brautartungu. Aðrir 35 keppendur fara styttri leið, 65 km, sem liggur norðan megin niður Lundarreykjadal, um Hestháls, inn Skorradal að norðanverðu, upp línuveginn og niður Uxahryggi í Brautartungu.

 

Hjólreiðadeild Breiðabliks yrði voðalega þakklát ef íbúar og vegfarendur gætu sýnt keppendum tillitssemi og ekki væri verra ef þeir fengju hvatningu þegar þeir fara um fallega Borgarfjörðinn. Ræsing keppenda er kl. 9.00 og er gert ráð fyrir að síðustu keppendur skili sér um kvöldmatarleytið.

 

Áréttað er að bíll frá deildinni mun fara um og hirða upp rusl ef svo færi að einhverjir keppendur missi rusl, en áréttað er fyrir þeim að bannað er að henda af sér rusli.

 

Allar upplýsingar um mótið er að finna á https://www.grefillinn.is/

 


Share: