Tónlistarskóli Borgarfjarðar í eigið húsnæði

Viðar Guðmundsson kennari og Ásta Þorsteinsdóttir nemandi.Nýtt húsnæði Tónlistarskóla Borgarfjarðar var formlega tekið í notkun síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Þar með er skólinn kominn í igið húsnæði í fyrsta sinn frá stofnun hans fyrir 36 árum en kennsla hefur hingað til farið fram í grunnskólum héraðsins og í leiguhúsnæði á nokkrumstöðum í Borgarfirði eða á heimilum tónlistarkennara.Nýja Tónlistarskólahúsið er …

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundasjóður.

Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2004.   Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 23. mars n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.   …

Fjör á Öskudag !

Á þriðja hundrað manns mætti á Öskudagsgleði sem haldin var í ÍÞróttamiðstöðinni Borgarnesi s.l. miðvikudag. Það var Nemendafélag G.B. sem sá um framkvæmdina og tókst það vel eins og svo oft áður. Leiktæki voru á staðnum, flutt voru skemmtiatriði, karamelludreifing, marserað var um salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni. Veitt voru verðlaun fyrir frumlega búninga og dansað í lokinn. Krakkarnir …

Útvarpshús í Borgarnesi

Bogi Ágústsson og Gísli EinarssonSíðastliðinn fimmtudag var formlega tekin í notkun ný aðstaða fyrir RUV að Bröttugötu 6 í Borgarnesi að viðstöddum fulltrúum RUV og sveitarfélaga á Vesturlandi. Segja má að þessi aðstaða sé fyrsta útvarpshús Vesturlands þótt ekki sé um að ræða formlega svæðisstöð en Gísli Einarsson fréttamaður rekur aðstöðuna en leigir út til afnota fyrir útvarpið. Í nýja …

Fundur um deiliskipulag fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi

Fimmtudaginn 12 febrúar kl.20.30 verður haldinn kynningarfundur á Hótel Borgarnesi um deiliskipulagstillögu fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna tillöguna, en í henni er gert ráð fyrir að ný íbúðabyggð með allt að 87 íbúðum muni rísa á gamla athafnsvæði KB við Skúlagötu og Brákarbraut. Allir velkomnir    

Hallbera Eiríksdóttir – Íþróttamaður ársins 2003 í Borgarbyggð

      S.l. föstudagskvöld fór fram kjör á Íþróttamanni Borgabyggðar í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Íþróttafólkið og fulltrúar þeirra sem ekki voru viðstaddir.Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem deildir og félög höfðu tilnefnd til valsins.Það er Tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda af vali þessu. Hallbera Eiríksdóttir, Umf. Skallagrím var valin frjálsíþróttamaður ársins, Benedikt Líndal, Skugga var valinn hestamaðurársins, …

MENNINGARSJÓÐUR BORGARBYGGÐAR 2004-01-19

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningar­sviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, …

Söngvakeppni Óðals lokið !

Það var stuð í Óðali í gærkvöldi og troðfullt hús áhorfenda þegar unglingarnir stigu á stokk með hvert glæsiatriðið á fætur öðru í Söngvakeppni Óðals 2004. 20 atriði voru flutt með tilheyrandi umgjörð og ljósagangi. Dómnefnd undir forustu Tinnu Marínu Idol keppanda átti í vandræðum með að velja á milli þátttakenda en sigur féll loks í skaut Halldóri Gunnarssyni og …

Aldarafmæli Kaupfélags Borgfirðinga

Fjöldi fólks var samankominn í Hyrnutorg til að fagna afmæli KBKaupfélag Borgfirðinga fagnaði aldarafmæi sínu með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag með afmælisveislu í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi í Borgarnesi. Kaupfélg Borgfirðinga var stofnað á fundi í Deildartungu þann fjórða janúar 2004. Félagið var í upphafi verslunarfélag, fyrst með pöntunarfélagsformi, en árið 1931 hóf það bæði mjólkurvinnslu og slátrun. Um áratuga skeið …

Lan-tölvuleikjamót í Mími ungmennahúsi.

  Svokallað Lan-tölvuleikjamót með samtengdum tölvum fór fram helgina fyrir jól í Mími ungmennahúsi. Keppt var í herkænskuleikjum og var Geir Konráð Theodórsson meistari Mímis árið 2003. Guðni Albert var í öðru sæti og Jakob Orri í því þriðja.Alls komu 14 manns og spiluðu og var mikið fjör í Mími.Opið hús var svo á þorláksmessu. Starfið hefst af krafti aftur …