Aldarafmæli Kaupfélags Borgfirðinga

janúar 9, 2004
Fjöldi fólks var samankominn í Hyrnutorg til að fagna afmæli KB
Kaupfélag Borgfirðinga fagnaði aldarafmæi sínu með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag með afmælisveislu í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi í Borgarnesi.
Kaupfélg Borgfirðinga var stofnað á fundi í Deildartungu þann fjórða janúar 2004. Félagið var í upphafi verslunarfélag, fyrst með pöntunarfélagsformi, en árið 1931 hóf það bæði mjólkurvinnslu og slátrun.

Um áratuga skeið var KB meðal umsvifamestu fyrirtækja landsins á því sviði. Þá hefur kaupfélagið haft ýmiskonar iðnrekstur með höndum í gegnum tíðina, meðal annars Bifreiðasmiðju, bakarí og saumastofu. Í dag er félagið aftur komið til upprunans og er eingöngu í verslun og þjónustu. KB rekur í dag verslanir í Hyrnutorgi og Hyrnunni í Borgarnesi og byggingavöruverslun í jaðri bæjarins. Þá rekur KB verslanir á Akranesi, Grundarfirði og Bifröst. Í afmælisfagnaðinum á sunnudag var boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði þar sem kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Freyjukórinn voru í aðalhlutverki. Þá var saga félagsins rifjuð upp, annars vegar með glæsilegri myndasýningu sem Páll Guðbjartsson hafði veg og vanda af og í heimildarmynd um sögu Kaupfélagsins eftir Gísla Einarsson.


Share: