Fjör á Öskudag !

febrúar 27, 2004
Á þriðja hundrað manns mætti á Öskudagsgleði sem haldin var í ÍÞróttamiðstöðinni Borgarnesi s.l. miðvikudag.
Það var Nemendafélag G.B. sem sá um framkvæmdina og tókst það vel eins og svo oft áður. Leiktæki voru á staðnum, flutt voru skemmtiatriði, karamelludreifing, marserað var um salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni.
Veitt voru verðlaun fyrir frumlega búninga og dansað í lokinn. Krakkarnir voru dugleg að fara í fyrirtæki og stofnanir til að syngja og fengu í staðinn margt gott í gogginn eins og siður er þennan dag.
ij
 

Share: