Söngvakeppni Óðals lokið !

janúar 16, 2004
Það var stuð í Óðali í gærkvöldi og troðfullt hús áhorfenda þegar unglingarnir stigu á stokk með hvert glæsiatriðið á fætur öðru í Söngvakeppni Óðals 2004.
20 atriði voru flutt með tilheyrandi umgjörð og ljósagangi.
Dómnefnd undir forustu Tinnu Marínu Idol keppanda átti í vandræðum með að velja á milli þátttakenda en sigur féll loks í skaut Halldóri Gunnarssyni og félögum og verða þeir fulltrúar Óðals í Söngvakeppni Samfés á stóra sviðinu í Laugardalshöll 24. jan. n.k.
Þá verða áhorfendur enn fleiri en gert er ráð fyrir að um 3000 unglingar fylli höllina á þeim viðburði.
Krakkar þið voruð frábær og í raun öll sigurvegarar kvöldsins.
ij.

Share: