HreinsistöðMiklar úrbætur verða gerðar í fráveitumálum Borgarness á næstu árum. Við lok framkvæmda árið 2009 mun dagleg losun um núverandi útrásir bæjarins heyra sögunni til, hreinsistöð í Brákarey verða tekin í notkun og mikilli uppbyggingu á ræsum og dælustöðvum verða lokið. Hér er um að ræða gjörbyltingu í umhverfismálum bæjarins. Þann 1. janúar 2006 tók Orkuveita Reykjavíkur við rekstri og …
Fjögur tonn af rafgeymum í óreiðu
Formaður umhverfisnefndar, Björk Harðardóttir og umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, Björg Gunnarsdóttir, skoðuðu allar gámastöðvar sveitarfélagsins í síðustu viku. Ástæða ferðarinnar var vilji sveitarstjórnar til að bæta skipulag og frágang gámasvæða í sveitarfélaginu. Athygli vakti að töluvert var um rafgeyma á flestum svæðanna. Gámaþjónustu Vesturlands var strax tilkynnt um þetta og hóf starfsmaður frá þeim þá þegar hreinsun. Þegar þetta er skrifað …
Góður fundur um atvinnu- og markaðsmál
Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar hélt opinn hádegisverðarfund á Hótel Hamri í gær. Yfirskriftin var ,,atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð”. Tæplega fjörutíu manns mættu á fundinn og sköpuðust þar góðar umræður. Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar hóf fundinn á því að kynna nefndina og verkefni hennar. Þá tók Hólmfríður Sveinsdóttir við og stýrði almennum umræðum um atvinnu- og markaðsmál …
Staða skipulagsmála 28. febrúar
Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í febrúar setur framkvæmdasvið nú reglubundið yfirlit um stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu á heimasíðuna. Fyrsta yfirlitið var birt í byrjun febrúar og nú má sjá stöðu mála um mánaðamótin febrúar/mars hér. Mikil gróska er nú í framkvæmdum í sveitarfélaginu og sem dæmi um það má nefna að talsvert á …
Breyting á svæðisskipulagi og deiliskipulag í landi Ness
Auglýst er tillaga um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Ness í Reykholtsdal. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar1997-2017 Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst í að landbúnaðarland á jörðinni Nes í Reykholtsdal er tekið undir golfvöll, þrjár frístundalóðir …
Breyting á svæðisskipulagi og deiliskipulag í landi Húsafells
Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Húsafells III í Hálsasveit. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar1997-2017. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst að svæði fyrir frístundabyggð norðan Hálsasveitarvegar á jörðinni Húsafelli, er stækkað til austurs um u.þ.b …
Húsverndunarsjóður auglýsir
Borgarkirkja – Ljósm.: RSStjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2007. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið …
Menningarráð Vesturlands – styrkveitingar 2007
Menningarráð Vesturlands hefur veitt styrki fyrir 23 milljónir króna til menningarverkefna á Vesturlandi. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn s.l. fimmtudag á safnasvæðinu að Görðum á Akranesi og það var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sem það gerði. Styrkt voru ýmis áhugaverð verkefni sem einstaklingar, félagasamtök og stofnanir á Vesturlandi standa fyrir. Hér á eftir fer listi yfir þau verkefni sem …
Breyting á aðalskipulagi – Brákarey í Borgarnesi
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey og deiliskipulag Brákarey, hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns. A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey-breytt landnotkun. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997. Um er að ræða tillögu að breyttri landnotkun. Núverandi landnotkun eyjarinnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi er …
Starfsmaður óskast í Mími ungmennahús
Starfsmaður óskast ! Starfsmaður óskast í ungmennahúsið Mími (helst á aldrinum 20 – 30 ára.) Um er að ræða kvöldvinnu þrjú kvöld í viku þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Almenn lýsing á starfinu: Starfið felur í sér vinnu með ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og er vinnutími frá kl. 20.oo – 23.oo. Starfið fellst í eftirliti, gæslu á starfsemi …