Góður fundur um atvinnu- og markaðsmál

febrúar 28, 2007
Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar hélt opinn hádegisverðarfund á Hótel Hamri í gær. Yfirskriftin var ,,atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð”. Tæplega fjörutíu manns mættu á fundinn og sköpuðust þar góðar umræður.
 
Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar hóf fundinn á því að kynna nefndina og verkefni hennar. Þá tók Hólmfríður Sveinsdóttir við og stýrði almennum umræðum um atvinnu- og markaðsmál þar sem farið var vítt og breitt um sviðið og margir tóku til máls. Atvinnu- og markaðsnefnd er ný nefnd í nýju sveitarfélagi og munu umræðurnar gagnast vel í þeirri vinnu nefndarinnar að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið í þessum málum.

Share: