Silungsveiði í Borgarbyggð var umræðuefni á opnum fundi atvinnu- og markaðsnefndar sem haldinn var í gær á Hótel Hamri. Tilgangurinn var að kanna vilja og áhuga heimamanna á að auka möguleika á silungsveiði í sveitarfélaginu og um leið nýta betur þau hlunnindi sem eru í þeim fólgin. Atvinnu- og markaðsnefnd hefur um skeið verið að skoða þessa möguleika en segja …
Vortónleikaröð Tónlistaskóla Borgarfjarðar
Vortónleikaröð Tónlistaskóla Borgarfjarðar hefst í kvöld. Söngdeildin ríður á vaðið með tónleikum í sal skólans að Borgarbraut 23 og hefjast þeir kl. 20.00. Fimmtudag 10. maí og föstudag 11. maí verða tónleikar í skólanum kl. 18.00. Í næstu viku verða tónleikar í skólanum mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí kl. 18.00 og miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00. Tvennir tónleikar …
Silungsveiði í héraði – opinn fundur
Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar boðar til opins fundar um silungsveiði í héraði þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri. Tilgangur fundarins er að kanna vilja og áhuga heimamanna á að auka möguleika á silungsveiði í héraði og um leið nýta betur þau hlunnindi sem í þeim eru fólgin. Dagskrá: 1. Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar …
Skipulagsauglýsingar 2007-05-07
Fyrir liggja tillögur að deiliskipulagsbreytingum við Vallarás í Borgarnesi og svæði D á Hvanneyri, sem og tillaga að deiliskipulagi við Vindás/Selás í Hamarslandi. Hver sá sem hefur athugasemdir við tillögurnar skal gera það skriflegar og senda þær á framkvæmdasvið Borgarbyggðar, Ráðhúsinu Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Vallarás Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 …
Akstursstyrkir – framlengdur umsóknarfrestur
Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar æfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest á styrkjum fyrir árið 2006 til 1. júní n.k. Það er þannig enn hægt að sækja um vegna ársins 2006, skv. reglugerð þar um og skal umsóknum skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa …
Draumur hestamanna verður að veruleika
Ljósmynd: Ragnheiður StefánsdóttirNú hyllir í að reiðhöll rísi við Vindás og verður þar langþráður draumur hestamanna og fleiri að veruleika. Á fundi sínum þann 3. maí sl lýsti sveitarstjórnar Borgarbyggðar stuðningi sínum við framlagðar tillögur stjórnar Reiðhallarinnar ehf. Tillagan felur í sér reiðhöll (27x60m) með áhorfendarými fyrir 300-350 manns, ásamt áföstu rými sem rúmar hesthús, biðrými og geymslu. Áætlaður kostnaður …
Viðhald gatna og gangstétta
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær, þann 3. maí, var ákveðið að tvöfalda fjárhæð til viðhalds gatna og gangstétta í þéttbýliskjörnum Borgarbyggðar á árinu 2007. Fjárveiting er aukin í 30 milljónir sem er um tvöföldun frá því sem ráðgert var í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007. Helstu verkefni sem horft verður til eru eftirfarandi: Borgarnes: Gangstéttakaflar í Kjartansgötu,Borgarbraut …
Vorhreinsun lóða og fjölskylduhátíð
Borgarbyggð efnir til lóðahreinsunardaga í Borgarnesi og á Hvanneyri núna um helgina. Eru íbúar hvattir til að nýta þetta tækifæri til að koma lóðum sínum í sumarbúning. Að hreinsun lokinnni bíður sveitarfélagið öllum íbúum til grillveislu. Föstudagurinn 4. og laugardagurinn 5. maí – Þjónusta garðyrkjufræðings Í tilefni hreinsunardaga, býður sveitarfélagið uppá ráðgjöf garðyrkjufræðings. Hafið samband við Sædísi Guðlaugsdóttur í gróðrarstöðinni …
Hvannir stóðu sig vel á öldungamóti í blaki
Um síðastliðna helgi fór fram öldungamót í blaki. Hvannir, frá Hvanneyri, áttu þrjú kvennalið á mótinu en í 30 ára sögu félagsins hefur slíkt aldrei gerst áður. Gríðarlegur blakáhugi er á Hvanneyri og nágrenni og skilaði það sér í góðum árangri á mótinu. Þess má geta að fyrir einungis fjórum árum þurfti að fá lánaða konu úr öðru liði til …
Nýtt fréttabréf í dreifingu í dag
Íbúar Borgarbyggðar fá nýtt fréttabréf sveitarfélagsins borið út til sín í dag. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er sagt er frá hreinsunardögum sem hefjast um helgina, auknu heilbrigði í Varmalandsskóla, nýjum leikskóla í Uglukletti, fréttum af framkvæmdasviði, skipulagi í Brákarey, niðurgreiðslum vegna tónlistarnáms og greint frá framlengdum umsóknarfresti um akstursstyrki vegna barna í dreifbýli. Þá eru þar fastir liðir …