
Til að öðlast keppnisrétt á öldungamóti þurfa keppendur að vera 30 ára eða eldri. Öll lið Hvanna stóðu sig með mikilli prýði, bæði innan vallar sem utan. Lið öðlinga (40 ára og eldri) sýndi mikla snilld á vellinum og spiluðu mjög prúðmannlega. Hvannir B (30 ára og eldri) voru með frábæra leikhæfni á vellinum og sýndu takta sem ekki hafa sést áður. Þær höfnuðu í 4. sæti í sinni deild. Hvannir A (30 ára og eldri) sýndu stórkostlega samvinnu inn á vellinum og börðust um alla bolta og skilaði það þeim 2. sæti í sinni deild og unnu þær sig upp um deild fyrir vikið.