Akstursstyrkir – framlengdur umsóknarfrestur

maí 6, 2007
Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar æfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest á styrkjum fyrir árið 2006 til 1. júní n.k. Það er þannig enn hægt að sækja um vegna ársins 2006, skv. reglugerð þar um og skal umsóknum skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim göngnum sem óskað er eftir að fylgi.
Reglur um styrkveitingarvegna aksturs barna búsett í dreifbýli sem stunda reglulega íþróttaæfingar á vegum félagssamtaka í Borgarbyggð. Hér er um að ræða skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka, ekki einstaklinga eða utanaðkomandi félaga.
 
Markmið með reglum þessum er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar barna og unglinga í dreifbýli til íþróttaiðkunar.
1. gr. Styrkir eru greiddir vegna barna/unglinga á aldrinum 6-16 ára er hafa átt lögheimili í Borgarbyggð s.l. 6 mánuði áður en umsókn er skilað inn.
2. gr. Til að eiga rétt á styrk þarf að framvísa á skrifstofu Borgarbyggðar:

    • Akstursdagbók
    • Kvittun fyrir æfingagjöldum.
    • Staðfestingu frá íþróttafélagi og/eða deild, þar sem fram kemur að æfingar eru stundaðar í amk. 12 skipti yfir árið.

3. gr. Aðeins er greiddur einn styrkur á heimili á ári, óháð fjölda barna.
4. gr. Styrkirnir ná til skipulagðra íþróttaæfinga sem stundaðar eru innan sveitarfélagsins.
5. gr. Ekki er greitt til íbúa sem búa innan 10 km ( aðra leið ) frá æfingastað.
6. gr. Upphæð styrks skal vera:
a. Fyrir íbúa sem búa í 10-19 km fjarlægð greiðast kr. 16.000 á ári.
b. Fyrir íbúa sem búa í 20-29 km fjarlægð greiðast kr. 25.000 á ári.
c. Fyrir íbúa sem búa í 30 km fjarlægð eða meira greiðast kr. 37.000 á ári.
7. gr. Styrkir eru greiddir út einu sinni á ári, í desember, að undangenginni auglýsingu frá Borgarbyggð þar um.
8. gr. Gera skal ráð fyrir styrkjum á fjárhagsáætlun málaflokksins íþrótta- og æskulýðsmál.
9. gr. Tómstundanefnd í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er ábyrg fyrir framkvæmd og endurskoðun þessara reglna.

Share: