Nýtt fréttabréf í dreifingu í dag

maí 2, 2007
Íbúar Borgarbyggðar fá nýtt fréttabréf sveitarfélagsins borið út til sín í dag. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er sagt er frá hreinsunardögum sem hefjast um helgina, auknu heilbrigði í Varmalandsskóla, nýjum leikskóla í Uglukletti, fréttum af framkvæmdasviði, skipulagi í Brákarey, niðurgreiðslum vegna tónlistarnáms og greint frá framlengdum umsóknarfresti um akstursstyrki vegna barna í dreifbýli.
Þá eru þar fastir liðir eins og “sveitarstjórnarmaðurinn” sem að þessu sinni er Jenný Lind Egilsdóttir og “fréttaritari úr sveitinni” er Sigrún Ólafsdóttur frá Hallkelsstaðahlíð. Í blaðinu er byrjað að kynna fagnefndir sveitarfélagsins og byrjað á fræðslunefndinni. Fréttabréfið má nálgast á rafrænu formi hér.

Share: