Viðhald gatna og gangstétta

maí 4, 2007
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær, þann 3. maí, var ákveðið að tvöfalda fjárhæð til viðhalds gatna og gangstétta í þéttbýliskjörnum Borgarbyggðar á árinu 2007. Fjárveiting er aukin í 30 milljónir sem er um tvöföldun frá því sem ráðgert var í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007.
 
Helstu verkefni sem horft verður til eru eftirfarandi:
 
Borgarnes:
Gangstéttakaflar í Kjartansgötu,Borgarbraut og Þórunnargötu lagfærðir. Götukaflar í Berugötu, Bjarnarbraut, Klettavík og Hrafnakletti.
 
Hvanneyri:
Gangstéttakaflar í Túngötu.
Kleppjárnsreykir:
Götukafli að Grunnskóla Kleppjárnsreykjaskóla.
 

Share: