Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingarstörf 2008 hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir eftir starfsmönnum til sumar- og afleysingarstarfa við íþróttamiðstöðvarnar í Borgarnesi, á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum. Einnig er auglýst eftir flokkstjórum við vinnuskólann. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2008. Sjá hér auglýsingu um þessi störf. Einnig má nálgast upplýsingar um fleiri störf sem eru í boði hjá Borgarbyggð undir vefsíðunni ,,störf í boði“.  

Svæðalandvarsla á friðlýstum svæðum í Borgarbyggð

Umhverfisstofnun hefur auglýst laus störf við landvörslu sumarið 2008 og er nú einnig auglýst eftir landverði í fullt starf til að fylgjast með friðlýstum svæðum á Vesturlandi. Um tilraunaverkefni er að ræða. Í auglýsingu um starfið á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur m.a. fram að starfið felist í að fylgjast með að á hinum friðlýstu svæðum séu ekki brotin ákvæði friðlýsingar og …

Fyrsta árshátíð nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar

Árshátíð nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar var haldin fimmtudagskvöldið 13. mars 2008 í félagsaðstöðu hestamanna í Vindási. Húsið var skreytt hátt og lágt og mættu nemendur, kennarar og gestir í glæsilegum síðkjólum og jakkafötum í veisluna. Nemendur höfðu notið aðstoðar foreldra sinna við allan undirbúning veislunnar. Listakokkurinn Rúnar Marvinsson sá um að töfra fram réttina sem fram voru bornir. Veislustjóri var Gísli …

Samið um byggingu reiðhallar

Föstudaginn 14. mars var undirritaður í félagsheimili Hestamannafélagsins Skugga byggingarsamningur milli stjórnar reiðhallarinnar á Vindási og BM Vallár. Kristján Þ. Gíslason undirritaði samninginn fyrir hönd byggingarnefndar reiðahallarinnar og Stefán Logi Haraldsson fyrir hönd BM Vallár. Er þess vænst að reiðhöllin muni rísa á næstu vikum og síðan tekin í notkun ekki seinna en næsta haust. Meðfylgjandi myndir sem teknar voru …

Íbúafundurinn um framkvæmdir 2008 er í kvöld

Íbúafundur um framkvæmdir 2008 er í kvöld 17. mars á Hótel Borgarnesi kl. 20:30. Þar verða kynntar helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2008. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Borgarnesi og vegna yfirstandandi framkvæmda á hringvegi 1 í Borgarnesi. Sjá hér eldri frétt. Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir

Börn í 100 ár – myndir og munir

,,Stúlka í íslenskri sveit snemma á 7. áratugnum” verður einkennismynd sýningarinnar. Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð. Árið 1908 var fyrst stofnaður barnaskóli í Borgarfirði, þar sem nú er Grunnskólinn í Borgarnesi. Á afmælisárinu 2008 verður opnuð í Borgarnesi sýning um líf barna á Íslandi árunum 1908 til 2008. Sýningin opnar þann 3. maí n.k. og verður í húsnæði Safnahúss Borgarfjarðar við Bjarnarbraut …

Stóra upplestrarkeppnin í ellefta sinn

Stóra upplestrarkeppnin var haldin á hótel Borgarnesi í gær í ellefta sinn. Keppnin er ætluð unglingum úr 7. bekk grunnskólanna. Keppt er í lestri ljóða og sagna. Það voru fimm skólar af mið Vesturlandi sem tóku þátt í keppninni, tveir keppendur frá hverjum skóla. Fyrstu verðlaun hlaut Björk Lárusdóttir frá Kleppjárnsreykjaskóla, önnur verðlaun hlaut Auður Katrín Víðisdóttir frá Varmalandsskóla og …

Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála 2008

Tómstundaráð Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfs fyrir árið 2008. Um styrki geta sótt þau félög og aðilar sem sinna íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknir og fylgirit þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar fyrir föstudaginn 4. apríl næstkomandi. Hér má nálgast …

Borgarbyggð boðar til íbúafundar um framkvæmdir 2008

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynntar verða helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2008. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Borgarnesi og vegna yfirstandandi framkvæmda á hringvegi 1 í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 17. mars næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Borgarnesi. Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir