Svæðalandvarsla á friðlýstum svæðum í Borgarbyggð

mars 18, 2008
Umhverfisstofnun hefur auglýst laus störf við landvörslu sumarið 2008 og er nú einnig auglýst eftir landverði í fullt starf til að fylgjast með friðlýstum svæðum á Vesturlandi. Um tilraunaverkefni er að ræða. Í auglýsingu um starfið á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur m.a. fram að starfið felist í að fylgjast með að á hinum friðlýstu svæðum séu ekki brotin ákvæði friðlýsingar og lög um náttúruvernd. Hér má nálgast kort sem sýnir öll friðlýst svæði á landinu.
 
Myndir með frétt tók Björg Gunnarsdóttir.

Share: