Börn í 100 ár – myndir og munir

mars 16, 2008
,,Stúlka í íslenskri sveit snemma á 7. áratugnum” verður einkennismynd sýningarinnar. Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð.
Árið 1908 var fyrst stofnaður barnaskóli í Borgarfirði, þar sem nú er Grunnskólinn í Borgarnesi. Á afmælisárinu 2008 verður opnuð í Borgarnesi sýning um líf barna á Íslandi árunum 1908 til 2008. Sýningin opnar þann 3. maí n.k. og verður í húsnæði Safnahúss Borgarfjarðar við Bjarnarbraut í Borgarnesi.
Á sýningunni, sem er á vegum Byggðasafns Borgarfjarðar, verður bæði lögð áhersla á ljósmyndir og muni sem tengjast þema sýningarinnar. Fólk er af þessu tilefni beðið um að leita í fórum sínum að myndum úr lífi eða umhverfi barna á ofangreindu tímabili. Myndirnar þurfa að vera athyglisverðar og skýrar og myndefni vel afmarkað. Ennfremur væri áhugi á að vita af munum sem gætu hentað á sýningu sem þessa.
Áhugasamir láti vita í síma 430 7200 eða skrifi Sigrúnu Elíasdóttur munaverði á netfangið munasafn@safnahus.is fyrir 1. apríl n.k.
Upplýsingar um Safnahús Borgarfjarðar.
Safnahús Borgarfjarðar: bókasafn, byggðasafn, listasafn, náttúrugripasafn og skjalasafn.
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. s.: 430 7200,

Share: