Samið um byggingu reiðhallar

mars 17, 2008

Föstudaginn 14. mars var undirritaður í félagsheimili Hestamannafélagsins Skugga byggingarsamningur milli stjórnar reiðhallarinnar á Vindási og BM Vallár.
Kristján Þ. Gíslason undirritaði samninginn fyrir hönd byggingarnefndar reiðahallarinnar og Stefán Logi Haraldsson fyrir hönd BM Vallár.
Er þess vænst að reiðhöllin muni rísa á næstu vikum og síðan tekin í notkun ekki seinna en næsta haust.

Meðfylgjandi myndir sem teknar voru við undirskrift að byggingu reiðhallar á Vindási voru teknar af Helga Helgasyni

Share: