Vel heppnaður hreinsunardagur á Hvanneyri

Í blíðskaparveðri í dag, fimmtudaginn 17. apríl, var hreinsunardagur haldinn á Hvanneyri. Nemendafélag Landbúnaðarháskólans, Landbúnaðarhaskólinn og Borgarbyggð stóðu fyrir átakinu og að öðrum ólöstuðum er rétt að þakka Nemendafélaginu sérstaklega hversu vel tókst til. Stór hópur nemenda og annarra íbúa tóku ríflega tvo tíma í það að tína rusl í hverjum krók og kima á almennum svæðum á staðnum og …

Samstarfssamningur ljósmyndasafna

Ljósmyndasafn Akraness og Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar hafa gert með sér samstarfssamning um gagnkvæm afnot af ljósmyndum vegna verkefna vorið 2008. Um er að ræða um gagnkvæm gjaldfrjáls afnot safnanna af ljósmyndum vegna sýninganna „Hernámið“ sem verður á Akranesi og „Börn í 100 ár“ sem verður í Borgarnesi. Samningurinn er gerður á grundvelli viljayfirlýsingar Akranessbæjar og Borgarbyggðar frá árinu 2007 um menningarmál, …

Jafnréttisvogin

Niðurstöður Evrópskrar jafnréttiskönnunar sem nefnd er ,,Jafnréttisvogin” eða ,,Tea for two” á ensku, hefur verið birt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur verkefnisins er að gera stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum sýnilega og aðgengilega almenningi. Verkefninu er stýrt hér á landi af Jafnréttisstofu en rannsóknin náði til sveitarfélaga innan fimm ríkja í Evrópu þ.e. Búlgaríu, Grikklands, Finnlands, Íslands og Noregs. Borgarbyggð er …

Rannsókarverkefni um norræna goðafræði í Snorrastofu

Snorrastofa í Reykholti er að hrinda af stað stóru rannsóknarverkefni um norræna goðafræði. Verkefnið er gríðarlega viðamikið og munu margir helstu fræðimenn í greininni, bæði íslenskir og erlendir, koma að vinnslu þess. Verkefnið varð að veruleika fyrir áeggjan Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi forstöðumanns Árnastofnunar og fulltrúa í stjórn Snorrastofu, og strax á fyrstu stigum var ákveðið að koma verkefninu á fót …

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla Andabæjar á Hvanneyri

Föstudaginn 4. apríl síðastliðinn, var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla Andabæjar við Arnarflöt 1 á Hvanneyri. Það voru elstu nemendur leikskólans sem tóku fyrstu skóflustunguna, en því næst tók starfsmaður Jörva efh. á Hvanneyri fyrstu vélskóflustunguna, með einn af gröfuvélum Jörva. Til gamans má geta þess að Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri reyndi á tækjahæfileika sína í framhaldinu með því að …

Gestir í heimsókn

Það var boðið upp á hörkuleik tveggja old boy‘s liða á sunnudaginn var í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Þarna áttust við burtflognir Borgfirðingar sem snéru heim aftur um stund til að etja kappi við staðbundna borgfirðinga sem hafa æft körfubolta vel í vetur. Þeir burtfluttu tóku upp á að æfa saman sér til gamans í Reykjavík fyrir nokkrum árum aðallega til að …

Frá Tómstundaskólanum/Selinu á Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á íþróttaskóla fyrir 1. og 2. bekk einu sinni í viku á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum ef næg þátttaka fæst. Tímarnir verða á miðvikudögum frá kl. 15:00-16:00 og hefjast 9. apríl á Hvanneyri og á mánudögum frá kl. 15:15-16:00 og hefjast 7. apríl á Kleppjárnsreykjum. Leiðbeinandi íþróttaskólans á Kleppjárnsreykjum verður Arnar Guðjónsson. Leiðbeinandi íþróttaskólans á …

Hátíðin ,,Eftir Mýraelda”

Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir hátíð í Lyngbrekku sem nefndist ,,Eftir Mýraelda” frá fimmtudagskvöldinu 3. apríl til laugardagsins 5. apríl til að minnast þess að tvö ár eru nú liðin frá Mýraeldunum miklu. Búnaðarfélag Mýramanna stefnir að því að halda slíka hátíð annað hvert ár héðan í frá. Hátíðin hófst með því að landbúnaðarráðherra og formaður bændasamtakanna fluttu framsöguerindi. Um 20 …

Undirskrift menningarsamninga

Síðastliðinn miðvikudag voru undirritaðir samningar á milli Borgarbyggðar og tveggja stofnana í Borgarfirði sem báðar hafa áunnið sér sess sem virtar menningarstofnanir á sínu sviði. Þetta eru Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri og Landnámssetur í Borgarnesi.         Um er að ræða langtímasamninga um rekstrarframlög til þriggja ára og í þeim er kveðið á um árlegt framlag sveitarfélagsins á …

Zsuzsanna hlýtur heiðursviðurkenningu

Í gær var ungverska píanóleikaranum Zsuzsönnu Budai veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs Borgarbyggðar fyrir árið 2008. Það var formaður Menningarsjóðs, Jónína Erna Arnardóttir, sem afhenti Zsuzsönnu viðurkenninguna, sem var í formi heiðursskjals og veglegrar peningaupphæðar. Afhendingin fór fram í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar við Borgarbraut í Borgarnesi. Zsuzsanna Budai hefur auðgað borgfirskt tónlistarlíf með hæfileikum sínum, þekkingu og dugnaði í allmörg ár. Hún …