“Á svið” – sýningum fer fækkandi

Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms hefur að undanförnu sýnt leikritið “Á svið” eftir Rick Abbott í félagsheimilinu Lyngbrekku. Nú eru búnar fimm sýningar og aðsókn hefur verið góð. Leikhópurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við sýningunni og áhorfendur skemmta sér konunglega. Ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar, laugardaginn 7. mars og sunnudaginn 8. mars næstkomandi og hefjast þær kl. 20.30. Nú …

Skólafréttir GBF komnar út – 2009-03-02

Áttunda tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Þar er m.a. sagt frá höfðinglegri gjöf Aldísar Eiríksdóttur til nemenda 8. – 10. bekkja, fyrirhugaðri heimsókn frá sendiráði Bandaríkjanna í skólann, aðalfundi foreldrafélagsins og væntanlegri skíðaferð. Hér má nálgast áttunda tölublað Skólafrétta GBF  

Málstofa framhaldsnema LbhÍ

Málstofa framhaldsnema við LbhÍ fer fram í dag fimmtudag, 26. febrúar kl. 14.00 að Hvanneyri. Málstofur meistara- og doktorsnema eru fastur liður í starfi skólans þar sem 3-4 nemendur kynna verkefni sín í hverjum mánuði og eru verkefnin allt frá því að vera á byrjunarstigi eða nánast fullkláruð rannsóknarverkefni. Í þetta sinn eru það þær Elsa Albertsdóttir doktorsnemi, Helena Marta …

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa 26 febrúar

  Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar verður fimmtudaginn 26. febrúar n.k. Þá verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.  

Forsetinn á ferð í Borgarbyggð

Í gær var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í óopinberri heimsókn í Borgarfirði. Hann heimsótti m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólann á Bifröst, kynnti sér starfsemi skólanna og ræddi við nemendur og starfsfólk. Þá heimsótti forsetinn nýja leikskólann á Hvanneyri en nemendur Andabæjar fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði í gærmorgun. Börnin tóku lagið fyrir forsetann og færðu …

Skallagrímur í Bikarúrslit í drengjaflokki

Drengjaflokkur Skallagríms Drengjaflokkur Skallagríms (f.’90 og ’91) í körfubolta komst í úrslit bikarkeppninnar þegar þeir unnu lið Keflavíkvíkur verðskuldað 54-50 í Borgarnesi. Keflavík byrjaði leikinn betur og hafði yfirhöndina í hálfleik 21-28. Leikurinn var mjög spennandi í alla staði og þegar síðasti leikhlutinn hófst hafði Skallagrímur náð að minka muninn niður í 3 stig. Við dygglegan stuðning áhorfenda þá hrökk …

Nýr leikskóli á Hvanneyri

Valdís leikskólastjóri með starfsfólki Borgarbyggðar við nýja skólann_mynd HHí dag flytja krakkarnir á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri í nýtt og glæsilegt húsnæði. Börnin mættu í gamla Andabæ í morgun en verða sótt í lok dags í nýja Andabæ. Fyrir hádegi ganga börn og starfsfólk í skrúðgöngu yfir í nýja leikskólann sinn. Eftir hádegi, nánar tiltekið kl. 14.00 mun forseti Íslands …

Fræðslufundur um efnahagsmál og framtíðarhorfur

  BorgarneskirkjaBorgarfjarðarprófastsdæmi og Stéttarfélag Vesturlands efna til fræðslufundar um efnahagsmál og horfur á Íslandi. Framsögumenn eru Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta og Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur. Fundarstjórar verða Signý Jóhannesdóttir og Þorbjörn Hlynur Árnason. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Borgarneskirkju miðvikudaginn 26. febrúar og hefst kl. 20.00(tilkynning)  

Trúnó – tónleikar á Bifröst

S.l. haust kom út geisladiskurinn TRÚNÓ og hefur að geyma tólf lög Tómasar R. Einarssonar í flutningi söngvaranna Ragnheiðar Gröndal og Mugisons. Þau fjalla um ást og einsemd, timburmenn og tilvist guðs. Skáldin sem leggja Tómasi lið eru Ingibjörg Haraldsdóttir (Nú eru aðrir tímar, Sumarkvöld við Hvalfjörð), Vilborg Dagbjartsdóttir (Þú), Kristín Svava Tómasdóttir (Klof vega menn, Náungar mínir), Sveinbjörn I. …

Tilkynning til íbúa og bíleigenda við Kjartansgötu

  Vegna framkvæmda við fráveitulagnir í Borgarbraut hefur umferð verið beint um hjáleið um Kjartansgötu. Ákveðið hefur verið að banna lagningu bifreiða beggja vegna Kjartansgötu á meðan á þessum framkvæmdum stendur við Borgarbraut. Eru íbúar vinsamlegast beðnir að leggja bílum sínum annars staðar þar til opnað verður fyrir umferð aftur um Borgarbraut. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi …