Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar verður fimmtudaginn
26. febrúar n.k. Þá verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.