Viskukýrin 2010

Spurningakeppni Landbúnaðarháskóla Íslands, Viskukýrin, verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri í kvöld, fimmtudaginn 18. febrúar. Kennarar, nemendur og heimamenn keppa sín á milli. Stjórnandi er Logi Bergmann Eiðsson og keppnin hefst stundvíslega kl. 20.00.  

Vefsjónvarp Grunnskóla Borgarfjarðar

Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar verður bein útsending á vefsjónvarpi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Um útsendinguna sjá krakkar í fjölmiðlahópi í vali eldri nemenda. Þar má heyra fréttir úr skólalífinu, viðtöl, myndbönd og leiknar auglýsingar. Útsending hefst kl. 13:30 á slóðinni, http://www.gbf.is/tv Það er Nepal, sem varpar efninu út.  

9. bekkur bónar og þrífur

Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ætla að þrífa og bóna bíla í húsnæði BM Vallár, laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Krakkarnir eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður á haustdögum 2010. Þeim sem vilja fá bílinn sinn þrifinn og bónaðann er bent á að hafa samband við Kristinn í síma 617 5313 eða Arnar í síma 617 5303 …

Diddú og drengirnir í Reykholtskirkju

Diddú og drengirnir halda tónleika í Reykholtskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarbyggðar sunnudaginn 21. febrúar 2010 kl. 16.00 og verður Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór. Tónlistarhópurinn Diddú og drengirnir hefur starfað síðan 1997. Hann kemur árlega fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju en hefur auk þess …

Skrautlegir krakkar heimsóttu Ráðhúsið

Starfsfólk ráðhússins í Borgarnesi fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar hressir krakkar úr Tómstundaskólanum litu við. Krakkarnir höfðu brugðið sér í allra kvikinda líki í tilefni öskudagsins og voru skrautleg að sjá. Þau tóku lagið fyrir starfsfólk og gesti í ráðhúsinu og þáðu nýja blýanta að launum. Starfsfólk ráðhússins þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna. Meðfylgjandi myndir tók Ásthildur Magnúsdóttir.  

Trausti kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

Trausti Eiríksson mynd_Skessuhorn/SL Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um val á íþróttamanni Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Það er Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar sem útnefnir íþróttamann Borgarbyggðar úr tilnefningum frá félögum og deildum í Borgarbyggð. Trausti Eiríksson körfuboltamaður í Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2009. Trausti varð Norðurlandameistari U18 í körfuknattleik í Svíþjóð á síðasta ári með …

Dansnámskeið Tómstundaskólans

Tómstundaskólinn í Borgarnesi stendur fyrir námskeiðum í ballett, nútíma- og freestyledönsum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Kennari er Agnieszka Wrona en hún hefur stundað nám í einkadansskóla í Póllandi frá 1999 – 2005 ásamt því að æfa ballett og fimleika frá 1992 – 1995. Námskeiðin eru opin öllum nemendum 1. – 8. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð. Sjá auglýsingu frá Tómstundaskólanum hér. …

Matjurtagarðar sumarið 2010

Íbúum Borgarbyggðar verður í ár eins og í fyrra boðið að taka á leigu matjurtagarða til að rækta sitt eigið grænmeti. Eins og í fyrra verða þeir í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Dreifibréf verður sent í hús í næstu viku.  

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

Föstudaginn 12. febrúar næstkomandi verða úrslit kynnt í kjöri á íþróttamanni ársins 2009 í Borgarbyggð. Athöfnin fer fram strax að loknum leik Skallagríms og KFÍ og hefst um kl. 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar hefur umsjón með kjörinu en deildir og félög í Borgarbyggð hafa tilnefnt sitt besta íþróttafólk. Þá verður einnig veitt viðurkenning úr Minningarsjóði …

Spörum heita vatnið

Nú er unnið að tengingu aðalveituæðar Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu til Akraness. Vegna þessa má búast við lægri þrýstingi á heita vatninu hjá notendum í Borgarnesi og á Akranesi í dag og á morgun, föstudag. Orkuveitan biður notendur um að fara sparlega með heita vatnið í dag og á morgun svo ekki verði skortur á vatninu.