Frestun á innheimtu fasteignaskatts af hesthúsum í þéttbýli

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið af fresta innheimtu fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli meðan að beðið er viðbragða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en nefndin hefur verið beðin að taka álagninguna til umfjöllunar.   Eins og kunnugt er hækkaði fasteignaskatturinn við það að álagningin færðist úr a-lið í c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Í Borgarbyggð fór álagningarprósentan úr …

Gleði – heilbrigði – árangur

Nýverið fór fram teiknisamkeppni meðal nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar um táknmyndir fyrir einkunnarorð skólans, “gleði – heilbrigði – árangur”. Margar skemmtilegar myndir bárust frá nemendum úr öllum deildum skólans krakkarnir lögðu sig verulega fram um að túlka viðfangsefnið. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir hugmyndirnar og velja tákn. Dómnefndina skipuðu þær Helena Guttormsdóttir á Hvanneyri, Eva Lind Jóhannsdóttir …

Viðurkenning frá slökkviliðinu

Í tengslum við 112 daginn þann 11. febrúar var dregið úr réttum innsendum lausnum í eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna, en fyrir hver jól er í gangi átak LSS og slökkviliða landsins og er átakinu beint að öllum 8 ára börnum í grunnskólum landsins. Í átakinu er farið yfir þær hættur sem geta skapast við eldsvoða og hvernig eigi að bregðast …

Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar 2011

Íþrótta- og tómstundanefnd Borgarbyggðar útnefndi Jón Inga Sigurðsson sundmann, íþróttamann Borgarbyggðar fyrir árið 2011. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Jón Ingi náði góðum árangri á árinu og var meðal annars tvöfaldur aldursflokkameistari í sundi, keppti fyrir hönd unglingalandsliðsins á erlendri grundu og margbætti héraðsmet. Afreksfólk ársins í hverri íþróttagrein var einnig heiðrað auk þess sem …

Ásthildur fræðslustjóri í leyfi

Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri á Klettaborg tekur við starfi fræðslustjóra Borgarbyggðar, tímabundið, frá 15. febrúar til 1. júní næstkomandi. Steinunn mun leysa Ásthildi Magnúsdóttur fræðlsustjóra af á meðan hún verður í veikindaleyfi. Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri mun leysa Steinunni af á Klettaborg.    

Fjölmiðlar og landsbyggðin – málþing í Reykholti

Snorrastofa og Skessuhorn taka saman höndum á 14. afmælisdegi Skessuhorns, laugardaginn 18. febrúar næstkomandi og efna til opins málþings um fjölmiðla á landsbyggðinni, hlutverk þeirra og stöðu. Málþingið verður haldið í Hátíðarsal Héraðsskólans í Reykholti kl. 14.00-17.00. Það verður borið uppi af fyrirlesurum, sem hafa innsýn og reynslu af fjölmiðlum og málefnum þeirra og hafa látið þau mál til sín …

Reykjavíkurborg gerir tilboð í hluta af eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum

Nýverið samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að bjóða til sölu hluta af eignarhlut sínum í Faxaflóahöfnum, en sveitarfélagið á 4.84% í fyrirtækinu. Á fundi borgarráðs í 09. febrúar samþykkti Reykjavíkurborg að gera tilboð í 0.7044 af eignarhluta Borgarbyggðar i Faxaflóahöfnun. Tilboðið í hlutinn hljóðar upp á kr. 75.000.000.-     Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínumsama dag að taka tilboðinu. Samkvæmt sameignarsamningi …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – styrkir

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast …

Ráðhúsgengið hið fyrra fékk hvatningarverðlaun Lífshlaupsins

Lífshlaupið– er keppni í hreyfingu sem haldin er fyrir vinnustaði og grunnskóla ár hvert. Lífhlaupið 2012 hófst 1. febrúar og lýkur 21. febrúar.   Ráðhús Borgarbyggðar eru með tvö lið skráð til keppni. Það er kvennaliðið ,,Ráhúsgengið hið fyrra” og karlaliðið ,,Ráðhúsgengið hið síðara”.   Kvennalið Ráðhússins fékk ávaxtakörfu að gjöf í hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ 6. febrúar. Ávaxtakarfan …

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2011

Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi klukkan 13.00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 21. sinn. Við þetta tækifæri verða einnig veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2011. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr …