Ráðhúsgengið hið fyrra fékk hvatningarverðlaun Lífshlaupsins

febrúar 9, 2012
Lífshlaupið– er keppni í hreyfingu sem haldin er fyrir vinnustaði og grunnskóla ár hvert. Lífhlaupið 2012 hófst 1. febrúar og lýkur 21. febrúar.
 
Ráðhús Borgarbyggðar eru með tvö lið skráð til keppni. Það er kvennaliðið ,,Ráhúsgengið hið fyrra” og karlaliðið ,,Ráðhúsgengið hið síðara”.
 
Kvennalið Ráðhússins fékk ávaxtakörfu að gjöf í hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ 6. febrúar. Ávaxtakarfan barst í dag og þá var meðfylgjandi mynd tekin. Á myndunum má sjá ávaxtakörfuna og 5 af 10 konum liðsins.
 

Share: