Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar 2011

febrúar 14, 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Borgarbyggðar útnefndi Jón Inga Sigurðsson sundmann, íþróttamann Borgarbyggðar fyrir árið 2011. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur nafnbótina. Jón Ingi náði góðum árangri á árinu og var meðal annars tvöfaldur aldursflokkameistari í sundi, keppti fyrir hönd unglingalandsliðsins á erlendri grundu og margbætti héraðsmet. Afreksfólk ársins í hverri íþróttagrein var einnig heiðrað auk þess sem landsliðsfólk hlaut sérstaka viðurkenningu. Þá hlaut dansarinn Brynjar Björnsson frá Hvanneyri viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar.
Verðlaunin voru nú veitt í 21. skipti og fór athöfnin fram í Hjálmakletti síðastliðinn laugardag. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur og landsliðssæti:
Íþróttamaður ársins í hverri grein:
Bjarki Pérursson, Golfkl. Borgarness, fyrir golf
David Dabrowski, Umf Skallagrími, fyrir knattspyrnu
Erna Dögg Pálsdóttir, Dansfél. Borgarfjarðar, fyrir dans
Guðrún Ingadóttir, Umf. Skallagrími, fyrir körfuknattleik
Gyða Helgadóttir, Hestamannaf. Skugga, fyrir hestaíþróttir
Harpa Hilmisdóttir, Umf. Skallagrími, fyrir badminton
Jón Ingi Sigurðsson, Umf. Skallagrími, fyrir sund
Kristján Bohra, Umf. Íslendingi, fyrir frjálsar íþróttir
Viðurkenningar fyrir landsliðssæti:
Ármann H. Jónsson og Erna D. Pálsdóttir, Landslið DSÍ
Bjarki Pétursson, Golf U17-18 ára
Brynjar Björnsson og Helga G. Jómundsdóttir, Landslið DSÍ
Tinna Kristín Finnbogadóttir, A landslið kvenna í skák
Jón Ingi Sigurðsson, Unglingalandslið í sundi
Sigurður Þórarinsson, Körfuknattleikur U-20 ára
Trausti Eiríksson, Körfuknattleikur U-20 ára
 
Meðfylgjandi myndir tók Olgeir Helgi Ragnarsson.

Share: