Gleði – heilbrigði – árangur

febrúar 16, 2012
Nýverið fór fram teiknisamkeppni meðal nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar um táknmyndir fyrir einkunnarorð skólans, “gleði – heilbrigði – árangur”. Margar skemmtilegar myndir bárust frá nemendum úr öllum deildum skólans krakkarnir lögðu sig verulega fram um að túlka viðfangsefnið. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir hugmyndirnar og velja tákn. Dómnefndina skipuðu þær Helena Guttormsdóttir á Hvanneyri, Eva Lind Jóhannsdóttir á Kleppjárnsreykjum og Rebekka Guðnadóttir á Varmalandi.
Einróma álit þeirra var að táknmynd Stellu Daggar Eiríksdóttur væri sú sem túlkaði best einkunnarorðin þrjú og fyrir það hlaut hún viðurkenningu. Brynjar Björnsson og Ingibjörg Brynjólfsdóttir hlutu einnig viðurkenningu fyrir góðar og vel útfærðar hugmyndir.
Hugmyndir eru um að táknmyndin verði mörkuð í tré og látin prýða skólana til að minna á einkunnarorðin.
 
 

Share: