Lóðaframkvæmdir við Brákarhlíð

Lóðaframkvæmdir við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð standa nú yfir. Landlínur sáu um hönnun lóðarinnar þar sem áhersla var lögð á fjölbreytni í upplifun og notkun. Færa á aðal inngang heimilisins nær Ánahlíð, byggja skábraut og mynda hringtorg við innganginn. Garður fyrir alla íbúa Brákahlíðar verður sunnan við nýju álmuna. Í honum verða steyptar gangstéttar og fjölbreyttur gróður, möguleiki til ræktunar …

Styrkir Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2013

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Umsóknarblöðin eru á sitthvoru umsóknarformi þar sem þetta eru ólíkir styrkir. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012 sem er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is   Stofn og rekstrarstyrkir Tilgangur …

Vísur Dagbjarts í Safnahúsi

Í Borgarfirði hafa löngum búið afar góðir hagyrðingar og gera enn. Einn þeirra er Dagbjartur Dagbjartsson, sem fæddist 16. sept. 1942 og fagnar því 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni og almennt hagyrðingum héraðsins til heiðurs hefur nokkrum vísum hans verið stillt upp í anddyri Safnahúss þar sem þær verða í nokkrar vikur.Ennfremur fá þeir gestir Safnahúss sem þess …

“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni

Forsíða 2012Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. …

Þróunarsjóðurinn Ísland allt árið – styrkumsóknir

Atvinnuvegaráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki í Þróunarsjóðinn, Ísland allt árið. Markmið sjóðsins að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Lögð er áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina …

Góð gjöf til grunnskólanna

Ingibjörg Inga og Bernhard ÞórNýverið kom Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Arion banka í Borgarnesi færandi hendi í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólann í Borgarnesi. Bernhard afhenti hvorum skóla 15 notaðar borðtölvur og skjái sem bankinn var að skipta út. Bernhard notaði tækifærið þegar hann kom í skólann á Kleppjárnsreykjum og skoðaði gamla skólann sinn og rifjaði upp minningar skólaáranna. Margt hefur …

Tómstundaakstur frá Grunnskóla Borgarfjarðar

Í haust hófst tómstundaakstur úr Grunnskóla Borgarfjarðar í Borgarnes en bílar aka frá Varmlandi, Kleppjársreykjum og Hvanneyri í Borgarnes eftir að skóladegi lýkur.Með þessu gefst nemendum grunnskólans betra tækifæri til að taka þátt í tómstundastarfi í Borgarnesi. Ferðin er nemum að kostnaðarlausu. Brottför frá skólunum er kl. 13.45 mánudaga og föstudaga og hina dagana kl. 15.15. Heimferðin er hins vegar …

Tónlistarskóli Borgarfjarðar 45 ára

Síðastliðinn föstudag fagnaði Tónlistarskóli Borgarfjarðar 45 ára afmæli. Tónlistarkólinn tók til starfa haustið 1967 og var Jón Þ. Björnsson fyrsti skólastjóri skólans. Í upphafi störfuðu fjórir kennarar og um 40 nemendur stunduðu nám við skólann. Í dag starfa ellefu kennarar við skólann og eru nemendur 170. Kennt er á fjórum stöðum í héraðinu, í húsnæði skólans í Borgarnesi og einnig …

Skuldaviðmið Borgarbyggðar undir 150%

Á fundi byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag var lögð fram greinargerð frá KPMG ehf. sem sýnir að skuldaviðmið Borgarbyggðar er 146.3% í hlutfalli af tekjum. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarfélög mega ekki skulda meira en 150% í hlutfalli af tekjum. Í nýrri reglugerð um fjármál sveitarfélaga er ný skilgreining sem kallast skuldaviðmið og þar er sveitarfélögum heimilt að draga frá skuldahlutfalli …

Sýning í Safnahúsi

Jóhanna og EgillFimmtudaginn 6. september verður opnuð í Safnahúsi myndasýning um Egil Pálson og fjölskyldu hans en þann dag hefði Egill orðið hundrað ára. Egill bjó í Borgarnesi mestallt sitt líf og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Kona hans var Jóhanna Lind frá Svíney í Færeyjum og komu þau upp stórum barnahópi. Sýningin verður opnuð með ljúfri dagskrá á …