Þriðji bekkur á þjóðahátið

                          Þjóðahátíð var haldin í Hjálmakletti á sunnudaginn. Nemendur í þriðja bekk Grunnskólans í Borgarnesi voru meðal þeirra sem þar komu fram.Krakkarnir sungu tvö lög, „Zimska pesma“ sem er serbneskt lag um veturinn og „Meistari Jakob“ á sex tungumálum; íslensku, serbnesku, spænsku, tagalog, dönsku og ensku. Nemendur bekkjarins …

Kapphlaupið um lífið

                      Á miðvikudag í síðustu viku, lögðu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi land undir fót og héldu á Akranes. Þar tóku þau þátt í “Kapphlaupinu um lífið” í Akraneshöllinni. Að hlaupinu sem er boðhlaups maraþon, stóð Barnaheill-Save the Children á Íslandi.Hlaupinu er ætlað að vekja athygli á og …

Blóðbankabíllinn á Hvanneyri og Bifröst

  Þriðjudaginn 29. október verður Blóðbankabíllinn á Hvanneyri, við landbúnaðarháskólann, frá kl. 10.00-12.00 og á Bifröst, við háskólann, frá kl. 14.00-17.00.  

Frumsýning í Landnámssetri

Laugardaginn 26. október kl. 20.00 frumsýnir Einar Kárason Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sagnamaður af lífi og sál og hrífur áhorfendur auðveldlega með sér inn í töfraheim sagnalistarinnar. Að þessu sinni fer hann í gegnum Íslandssöguna í 1000 ár, allt frá tímum Grettis Ásmundarsonar til Péturs Hoffmanns. Einar segir sögur af alvöru hetjum, merkilegu og skemmtilegu …

Leiðtogaverkefni innleitt – The leader in me

Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri hefur undirritað, fyrir hönd Borgarbyggðar, samning við Frankley Covey um innleiðingu á leiðtogaverkefninu The Leader in Me (Leiðtoginn í mér) í leikskólana Andabæ, Hnoðraból, Klettaborg og Ugluklett og Grunnskóla Borgarfjarðar. The Leader in Me er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey 7 Habits of Highly Effective People og gengur út á það að …

Borgarnes bærinn okkar – fundur Neðribæjarsamtakanna

Skemmtileg og skapandi verkefni framundan Neðribæjarsamtökin verða með opinn fund í Edduveröld mánudaginn 28. október kl. 20.00. Farið verður yfir helstu verkefni sem Neðribæjarsamtökin gætu unnið að árið 2014 og rætt um hvernig hlúa má að þeim þannig að þau vaxi og dafni. Sérstakur gestur fundarins verður Þorgrímur Kolbeinsson frá Víkingafélaginu Glæsi í Grundarfirði. Neðribæjarsamökin eru opið félag fyrir þá …

Lionskonur tína rusl í Borgarnesi

Lionskonur úr Lionsklúbbnum Öglu hittust í Ljónagryfjunni mánudaginn 21. október 2013 vopnaðar hönskum og plastpokum til að tína upp rusl af götum og gangstígum á gönguferð sinni um Borgarnes. Þær voru glaðar og ánægðar með afraksturinn og áætla að fara fleiri slíkar ferðir á næstunni. Myndina af þessum hressu konum og ruslapokunum tók Jóhanna Möller.  

Skemmtilegir krakkar í heimsókn

                            Þessir kátu krakkar af leikskólanum Klettaborg komu í heimsókn í Ráðhúsið í vikunni og hittu þar óvænt fyrir fræðslunefd Borgarbyggðar. Takk fyrir komuna krakkar! Myndina tók Ingibjörg Hargrave.  

Tilkynning frá Rarik

Raforkunotendur Mýralínu Borgarbyggð, frá Vatnshömrum að Fíflholtum. Rafmagnslaust verður í nótt kl. 00.00 til 03.00 frá Vatnshömrum að Beigalda og til kl. 06.00 frá Beigalda að Fíflholtum. Vegna vinnu við háspennulínu. Rarik biður notendur velvirðingar á óþægindum sem hljótast af þessu.  

Vinjettuhátíð í Edduveröld

Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn 20. október n.k. í Edduveröld Borgarnesi kl.15- 17. Ármann Reynisson les upp úr verkum sínum ásamt frændfólki frá Ferjukoti og Ölvaldsstöðum. Snorri Hjálmarsson á Syðstu Fossum syngur við undirleik Jónínu E. Arnardóttur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Vinjettudagskrár hafa verið haldnar á 33 stöðum á landinu og notið vinsælda. Þær eu í anda kvöldvökunnar …