Laugardaginn 26. október kl. 20.00 frumsýnir Einar Kárason Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sagnamaður af lífi og sál og hrífur áhorfendur auðveldlega með sér inn í töfraheim sagnalistarinnar. Að þessu sinni fer hann í gegnum Íslandssöguna í 1000 ár, allt frá tímum Grettis Ásmundarsonar til Péturs Hoffmanns. Einar segir sögur af alvöru hetjum, merkilegu og skemmtilegu fólki í gegnum aldirnar.