Frumsýning í Landnámssetri

október 24, 2013
Laugardaginn 26. október kl. 20.00 frumsýnir Einar Kárason Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sagnamaður af lífi og sál og hrífur áhorfendur auðveldlega með sér inn í töfraheim sagnalistarinnar. Að þessu sinni fer hann í gegnum Íslandssöguna í 1000 ár, allt frá tímum Grettis Ásmundarsonar til Péturs Hoffmanns. Einar segir sögur af alvöru hetjum, merkilegu og skemmtilegu fólki í gegnum aldirnar.
 

Share: