Kapphlaupið um lífið

október 28, 2013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á miðvikudag í síðustu viku, lögðu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi land undir fót og héldu á Akranes. Þar tóku þau þátt í “Kapphlaupinu um lífið” í Akraneshöllinni. Að hlaupinu sem er boðhlaups maraþon, stóð Barnaheill-Save the Children á Íslandi.Hlaupinu er ætlað að vekja athygli á og berjast gegn barnadauða í heiminum.
Lagt var upp með að allir tækju þátt og að ferðin væri skemmtiferð í leiðinni. Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma, voru dugleg, jákvæð og krafmikil. Að hlaupi loknu var boðið upp á pizzu-veislu. Síðan gengið um Safnasvæðið á Görðum þar sem Jón Heiðar Allansson tók á mótið hópnum og var með leiðsögn um Safnaskálan og Byggðasafnið. Það vakti mikla gleði á Íþróttasafninu að sjá kunnuleg andlit m.a. frá Borganesi. Það voru glaðir og stoltir krakkar sem komu heim í Borgarnes að ferð lokinni.
 

Share: