Vinjettuhátíð í Edduveröld

október 17, 2013
Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn 20. október n.k. í Edduveröld Borgarnesi kl.15- 17. Ármann Reynisson les upp úr verkum sínum ásamt frændfólki frá Ferjukoti og Ölvaldsstöðum. Snorri Hjálmarsson á Syðstu Fossum syngur við undirleik Jónínu E. Arnardóttur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Vinjettudagskrár hafa verið haldnar á 33 stöðum á landinu og notið vinsælda. Þær eu í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofu landsmanna í þúsund ár en lagðist af á fyrri hluta síðustu aldar.
Vinjetta er örstutt myndræn frásögn þar sem höfundurinn opnar lesandanum sýn inn í stóra veröld jafnan á einni blaðsíðu.
 
Veitingar og söngur í hléi.

Share: