Kynningarfundur um Náttúruböð við Hvítá

Eigendur félagsheimilisins Brúarás í samstarfi við aðstandendur verkefnisins um Náttúruböð við Hvítá boða til kynningarfundar í Brúarási um verkefnið og samstarf við heimamenn. Fundurinn verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 28. október kl. 20.30. Dagskrá 1. Kynning á hugmyndum um Náttúruböð við Hvítá – Martha Eiríksdóttir verkefnisstjóri 2. Grófar hugmyndir að útfærslu – Helgi Eiríksson lýsingarhönnuður 3. Fyrirspurnir og umræður – …

Lægri þrýstingur á heita vatninu í dag

Vegna endurbóta á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu að Borgarnesi og Akranesi verður lægri þrýstingur á heitu vatni á lögninni allri í dag, þriðjudaginn 28. október frá kl. 7.30 til 18.00. Verið er að tengja nýjan 360 metra langan kafla af aðveituæðinni við Varmalæk. Orkuveitan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.  

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins æfði í Betubæ

Frá æfingu hjá Slökkviliði BorgarbyggðarNýverið kom B vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til Slökkviliðs Borgarbyggðar. Tilgangurinn var að kynnast og fá að reyna nýju reykköfunaraðstöðuna í Betubæ í Brákarey. Að lokinni æfingu lýstu gestirnir ánægju sinni með aðstöðuna, uppsetningu og skipulag innanhúss í Betubæ þó ekki hafi þeir fundið þann hlut sem leitað var að í reykköfuninni. Slökkvilið Borgarbyggðar tók …

Sundlaugarnar í Borgarnesi lokaðar

Vegna vinnu Orkuveitu Reykjavíkur við aðveituæð frá Deildartungu að Borgarnesi verða sundlaugarnar í Borgarnesi lokaðar í dag, þriðjudaginn 28. október. Þetta á við um laugarnar bæði úti og inni. Heitir pottar og önnur aðstaða í íþróttamiðstöð er opin samkvæmt venju.  

Skipulagsmál – Auglýsing sveitarstjórnar Borgarbyggðar um niðurstöðu

Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Þéttbýlisuppdráttur Borgarness – Brákarey Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. október 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 18. ágúst til 28. september 2014. Allar athugasemdir, nema ein, voru teknir til greina og færðar inn á tillöguna og hefur hún verið send Skipulagstofnun til staðfestingar. Athugasemd Umhverfistofnunar er varðar fráveitukerfi er …

Vinnustofa vegna vaxtarklasaverkefnis

Vinnustofa vegna vaxtarklasaverkefnis í Bogarbyggð var haldin á Bifröst síðastliðinn fimmtudag. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu. Á stofunni voru kynnt ýmis vaxtarverkefni í Borgarbyggð og ljóst að mörg spennandi og áhugaverð verkefni eru í deiglunni. Á vinnustofunni var farið yfir niðurstöðu vinnu síðustu mánuða á vegum skólans en rætt var við fjölda aðila vegna …

Heilsueflingardagur – opið hús á heilsugæslunni

Þann 1. nóvember næstkomandi, frá kl. 10.00 til kl. 14.00, verður opið hús hjá Heilsugæslunni í Borgarnesi. Áhersla verður lögð á lungnasjúkdóma og háþrýsting Fyrirlestrar verða sem hér segir: Lungnasjúkdómar kl. 10.30 og kl.12.30 Háþrýstingur kl. 11.30 og kl. 13.30 Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingar og öndunarpróf! Bjóðum íbúa umdæmis HVE Borgarnesi velkomna til okkar. Bændur og reykingafólk sérstaklega hvatt …

Skipulagsauglýsing – lýsing á deiliskipulagi, Runkás

Runkás á Mýrum, lýsing á deiliskipulagi   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2014 að auglýsa lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Runkás á Mýrum. Um er að ræða breytta landnokun samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 20. október 2014. Helstu breytingar eru að búnar verða til 6 lóðir þar af tvær með byggingarreit fyrir frístundahús. Lýsingin liggur frammi …

Snillingafundur – foreldrar barna með ADHD/ADD

Fundur verður hjá Snillingaforeldrum mánudaginn 27. október kl. 20.00 í Grunnskólanum í Borgarnesi. Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD. Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og …