Kynningarfundur um Náttúruböð við Hvítá

október 28, 2014
Eigendur félagsheimilisins Brúarás í samstarfi við aðstandendur verkefnisins um Náttúruböð við Hvítá boða til kynningarfundar í Brúarási um verkefnið og samstarf við heimamenn. Fundurinn verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 28. október kl. 20.30.
Dagskrá
1. Kynning á hugmyndum um Náttúruböð við Hvítá – Martha Eiríksdóttir verkefnisstjóri
2. Grófar hugmyndir að útfærslu – Helgi Eiríksson lýsingarhönnuður
3. Fyrirspurnir og umræður – Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Kaffiveitingar í boði kvenfélaganna. Allir velkomnir
Borgarbyggð, Búnaðarfélag Hálsasveitar, Búnaðarfélag Þverárþings, Kvenfélag Hvítársíðu, Kvenfélag Hálsasveitar
 

Share: