Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins æfði í Betubæ

október 28, 2014
Frá æfingu hjá Slökkviliði Borgarbyggðar
Nýverið kom B vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til Slökkviliðs Borgarbyggðar. Tilgangurinn var að kynnast og fá að reyna nýju reykköfunaraðstöðuna í Betubæ í Brákarey. Að lokinni æfingu lýstu gestirnir ánægju sinni með aðstöðuna, uppsetningu og skipulag innanhúss í Betubæ þó ekki hafi þeir fundið þann hlut sem leitað var að í reykköfuninni.
Slökkvilið Borgarbyggðar tók aðstöðuna í Betubæ formlega í notkun mars á þessu ári.
 
 
 

Share: