Heilsueflingardagur – opið hús á heilsugæslunni

október 27, 2014
Þann 1. nóvember næstkomandi, frá kl. 10.00 til kl. 14.00, verður opið hús hjá Heilsugæslunni í Borgarnesi.
Áhersla verður lögð á lungnasjúkdóma og háþrýsting
Fyrirlestrar verða sem hér segir:
Lungnasjúkdómar kl. 10.30 og kl.12.30
Háþrýstingur kl. 11.30 og kl. 13.30
Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingar og öndunarpróf!
Bjóðum íbúa umdæmis HVE Borgarnesi velkomna til okkar.
Bændur og reykingafólk sérstaklega hvatt til að mæta.
Heilbrigðisstofnum Vesturlands
Borgarnesi
 

Share: