Tónlistarskólinn – síðasta kennsluvika fyrir jól

Nú er síðasta kennsluvika fyrir jól í Tónlistarskólanum. Nokkrir tónleikar verða í vikunni og kennsla brotin upp. Í gær var Ewa með samspil í Borgarnesi og tónleikar voru í Logalandi. Í dag, þriðjudaginn 16.des. verða söngdeildartónleikar í Borgarnesi kl. 19.00 og kl. 20.30 eru tónleikar í Logalandi. Miðvikudaginn 17.des. verða tónleikar í Borgarnesi kl. 17.30 og síðustu tónleikarnir fimmtudaginn 18.des. …

Grunnskóla Borgarfjarðar lýkur fyrr í dag

Vegna mjög slæmrar veðurspár lýkur Grunnskóla Borgarfjarðar fyrr í dag , þriðjudaginn 16. desember, en áætlað var og ákveðið hefur verið að flýta heimferð. Skólabílar fara frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi klukkan 11.30 og klukkan 12.00 frá Hvanneyri.   Fylgjast má með vindspá fyrir Faxaflóasvæðið á vef Veðurstofunnar og færð á vegum á vef Vegagerðarinnar  

Laust grjót fjarlægt úr klettinum við menntaskólann

                          Búið er að fjarlægja laust grjót úr klettinum við Menntaskóla Borgarfjarðar. Slysahætta þótti af lausu grjóti þarna og því var ákveðið að ráðast í að fjarlægja það. Það voru Borgarverksmenn sem unnu verkið.  

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur við félagsmiðstöðvar Borgarbyggðar

Borgarbyggð aulýsir laus til umsóknar hlutastörf í félagsmiðstöðvum fyrir unglinga í Borgarbyggð. Félagsmiðstöðvarnar eru starfræktar í Borgarnesi og á Bifröst. Helstu verkefni og ábyrgð Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir unglinga Leiðbeina unglingum í leik og starfi Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla Samskipti og samstarf við foreldra   Hæfniskröfur Menntun eða reynsla sem nýtist …

Bréfamaraþon í Borgarnesi

Á morgun, miðvikudaginn 10. desember er alþjóðlegur dagur helgaður mannréttindum. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt ætlar að halda upp á daginn á vinnustofu sinni að Bjarnarbraut 8, með því að halda Bréfamaraþon Amnesty International. Þetta er í annað sinn sem Sigursteinn heldur Bréfamaraþon í Borgarnesi og að þessu sinni tekur nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar einnig þátt. Viðburðurinn fer fram í miðjurýminu í Bjarnarbraut …

Tréð sótt í skóginn við Logaland

  Unglingarnir í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fóru í gær og sóttu sér jólatré í skóginn við Logaland. Veðrið var ekki upp á það besta en þau létu það ekki á sig fá og sóttu þett fína tré sem skreytt verður í skólanum. Ungmennafélag Reykdæla gefur tréð en krakkarnir hafa lagt gott inn og hjálpað félaginu með grisjun, …

Aukasýningar á Rocky Horror

Sýningar leikfélagsins Sv1, í Menntaskóla Borgarfjarðar, á söngleiknum Rocky Horror Show hafa gengið afar vel og hefur verið uppselt á hverja sýningu. Tveimur aukasýningum hefur nú verið bætt við og verða þær dagana 9. og 11. desember næstkomandi. Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Á myndinni sést Margrét …

Geymslur Safnahúss lagaðar til

Nú hafa tvær af þremur hurðum á geymsluhúsnæði Safnahúss Borgarfjarðar verið klæddar af. Það er gert til að auka öryggi við varðveislu þeirra muna sem þarna eru geymdir. Húsnæðið sem Safnahús hefur fyrir geymslur er á Sólbakka og hýsti áður Slökkvilið Borgarbyggðar.