Aukasýningar á Rocky Horror

desember 8, 2014
Sýningar leikfélagsins Sv1, í Menntaskóla Borgarfjarðar, á söngleiknum Rocky Horror Show hafa gengið afar vel og hefur verið uppselt á hverja sýningu. Tveimur aukasýningum hefur nú verið bætt við og verða þær dagana 9. og 11. desember næstkomandi. Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is.
Á myndinni sést Margrét Vera Mánadóttir í hlutverki Riff Raff en Margrét er eins og alþjóð mun kunnugt laundóttir Richards O´Brien höfundar söngleiksins……..
 

Share: