Tónlistarskólinn – síðasta kennsluvika fyrir jól

desember 16, 2014
Nú er síðasta kennsluvika fyrir jól í Tónlistarskólanum. Nokkrir tónleikar verða í vikunni og kennsla brotin upp. Í gær var Ewa með samspil í Borgarnesi og tónleikar voru í Logalandi. Í dag, þriðjudaginn 16.des. verða söngdeildartónleikar í Borgarnesi kl. 19.00 og kl. 20.30 eru tónleikar í Logalandi. Miðvikudaginn 17.des. verða tónleikar í Borgarnesi kl. 17.30 og síðustu tónleikarnir fimmtudaginn 18.des. kl. 17.00, einnig í Borgarnesi. Tónleikarnir eru öllum opnir.
Myndin er frá fyrirtækjaspili fyrir síðustu jól, Margrét Helga og Kristín Birta leika fjórhent á flygilinn í Hótel Borgarnesi.
 

Share: