Tréð sótt í skóginn við Logaland

desember 9, 2014
 
Unglingarnir í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fóru í gær og sóttu sér jólatré í skóginn við Logaland. Veðrið var ekki upp á það besta en þau létu það ekki á sig fá og sóttu þett fína tré sem skreytt verður í skólanum. Ungmennafélag Reykdæla gefur tréð en krakkarnir hafa lagt gott inn og hjálpað félaginu með grisjun, lagningu göngustíga og fleiri tilfallandi verk í skóginum.
 

Share: