Kjaftað um kynlíf

Næstkomandi miðvikudagskvöld verður fræðslukvöld fyrir fullorðna í Borgarbyggð. Til umfjöllunar verður hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Yfirskrift kvöldsins verður „Kjaftað um kynlíf.“ Það er Sigga Dögg kynfræðingur sem ræðir við gesti. Fræðslukvöldið er samstarf Samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð og grunnskólanna í sveitarfélaginu. Sigga Dögg mun fyrr um daginn vera með kynfræðslu fyrir nemendur 9. og 10. bekkja …

Ný gjaldskrá skipulags- og byggingarmála

Sveitarstjórn hefur samþykkt nýja gjaldskrá vegna skipulags- og byggingarmála hjá Borgarbyggð. Samkvæmt henni hafa gatnagerðargjöld verið lækkuð að meðaltali um þriðjung frá því sem var í fyrri gjaldskrá.   Gjaldskráin skiptist í eftirfarandi:Byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingarfulltrúaFramkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúaGjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Borgarbyggð Fyrirmælum, er felast í lögum, auglýsingum, reglugerðum, samþykktum eða öðrum slíkum ákvæðum almenns efnis, má eigi beita …

Viðtalstími sveitarstjórnar 19 mars

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar bjóða íbúum Borgarbyggðar til viðtals í Ráðhúsinu í Borgarnesi í dag, fimmtudaginn 19. mars, frá klukkan 16 – 18.  

Þekkir einhver köttinn

Þessi köttur er í vörslu hjá gærudýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann var handsamaðir í Borgarnesi. Ef einhver telur sig þekkja köttinn er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Emblu í síma 433 7100 eða Skúla í síma 892 5044.  

Skýrsla vinnuhóps um þjónustu við einstaklinga með fötlun

Vinnuhópi um stefnumótun þjónustu við fólk með fötlun, var, sl. haust, faliðað vinna að stefnumótun í málflokknum í heild. Vinnuhópurinn lauk störfunm í byrjun árs og skilaði þá af sér stefnumótunarskýrslu um þjónustu við fólk með fötlun í Borgarbyggð. Skýrsluna má lesa hér.  

Samráðsfundur – þjónusta við fólk með fötlun

Til notenda/aðstandenda notenda þjónustu við fólk með fötlun í Borgarbyggð Í framhaldi af samráðsfundi Velferðarnefndar Borgarbyggðar með notendum þjónustu við fólk með fötlun, sem haldinn var vorið 2014, var skipaður vinnuhópur til að gera tillögu að stefnumótun Borgarbyggðar í þessari þjónustu. Starfshópurinn var skipaður haustið 2014 og lauk störfum um síðustu áramót. Skýrslu hópsins má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar undir …

Söfnun á rúlluplasti frestað

Vegna veðurs undanfarið hefur sorplosun gengið misjafnlega í sveitarfélaginu. Vegna þessara tafa hefur verið ákveðið að fresta söfnun á rúlluplasti sem vera átti núna í vikunni. Plastið verður sótt dagana 30. mars til 1. apríl næstkomandi. Þeir sem vilja láta sækja til sín plast eru beðnir um að láta vita í síma 433 7100 eða á netfangið embla@borgarbyggd.is    

Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands að Bjarnabraut 8 í Borgarnesi miðvikudaginn 18 mars kl.20.00. Á fundinum verður kynnt ný Sóknaráætlun Vesturlands. Í tengslum við sóknaráætlun þarf að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Sjóðurinn mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur í stað Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings …

Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi: Seláshverfi – breytt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 11. septemer 2014 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010, skv. skipulagsuppdrætti dags. 20.08.2014, sem felur m.a. í sér breytta aðkomu að hluta svæðisins. Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells 3 – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 4. mars 2015 að auglýsa tillögu að …

Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI BORGARBYGGÐAR 2010-2022 OG NÝS DEILISKIPULAGS, ÍSGÖNG Í LANGJÖKLI OG MÓTTAKA Í GEITLANDI Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12. 2. 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 ásamt umhverfisskýrslu vegna ísganga í Langjökli, þ.e. nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði. Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi ísganga í Langjökli ásamt umhverfisskýrslu. …